Fleiri fréttir

Vopnahlé tekið gildi í Idlib

Eftirlitsaðilar segja tiltölulega ró hafa myndast á svæðinu eftir margra vikna bardaga á milli uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja og stjórnarhers Sýrlands, sem Rússar styðja.

Skortur á veiruprófum í Bandaríkjunum

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa nú viðurkennt skort á prófum til að skera úr um hvort fólk sé með kórónuvírusinn eða ekki en smituðum fer nú fjölgandi austur, jafnt sem vesturströnd ríkisins.

Segir að heims­byggðin megi ekki gefast upp fyrir kórónu­veirunni

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að þjóðir heims megi alls ekki gefast upp í baráttunni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Það sé það versta sem geti gerst að eitthvert ríki eða einstaklingur gefist upp.

Keyrði á eina af styttunum á Páskaeyju

Yfirvöld á Páskaeyju kalla nú eftir því að hömlur verði settar á bílaumferð í námunda við fornleifar eyjarinnar eftir að pallbíl var ekið á eina af hinum þekktu Moai styttum sem er að finna víða um eyjuna.

Berlusconi yngir verulega upp

Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu er hættur með kærustu sinni til 12 ára, Francescu Pascale.

Skarpasta myndin af yfirborði Mars til þessa

Aldrei áður hefur verið tekin mynd í eins hárri upplausn af yfirborði Mars og sú sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA birti í gær. Könnunarjeppinn Curiosity tók yfir þúsund myndir í vetur sem voru notaðar til að setja myndina saman.

Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ

Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda.

Erdogan og Pútín funda í Moskvu

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er staddur í Moskvu þar sem hann fór á fund Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Þar ræða leiðtogarnir í dag átökin í Idlibhéraði í Sýrlandi og hvernig binda megi enda á þau. Þó ekki nema bara um tíma.

Regnskógur gæti breyst úr kolefnisforða í uppsprettu

Í stað þess að takmarka loftslagsbreytingar af völdum manna gætu regnskógar heims byrjað að magna upp vandann á næstu áratugum. Afleiðingar hnattrænnar hlýnunar koma niður á getu skóganna til að binda kolefni samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.

Segja faraldurinn í Íran mun verri en opinbert sé

Heilbrigðisráðuneyti landsins tilkynnti í dag að 591 aðilar hefðu greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur, á undanförnum sólarhring og fimmtán hafi dáið. Sérfræðingar segja mun faraldurinn mun verri en yfirvöld halda fram.

Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento.

Eiginkona Biden varði hann fyrir veganmótmælendum

Mótmælendur ruddust upp á sviðið þegar Joe Biden fagnaði góðu gengi í forvali Demókrataflokksins í gærkvöldi. Eiginkona hans steig á milli hans og mótmælendanna og hélt þeim frá honum með valdi.

Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050

Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki.

Ítalir íhuga að loka skólum í tvær vikur

Stjórnvöld á Ítalíu íhuga nú að loka öllum skólum og háskólum um land allt næstu tvær vikurnar. Er það gert vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19.

Fyrstu loftárásirnar gegn Talibönum í ellefu daga

Bandaríkin gerðu í dag fyrstu loftárásina gegn Talibönum í Afganistan í ellefu daga. Fylkingarnar skrifuðu nýverið undir friðarsamkomulag en loftárásin í dag er sögð hafa verið varnarlegs eðlis.

Íranar hafa þrefaldað úranforða sinn

Alþjóðlegum eftirlitsmönnum var meinaður aðgangur að tveimur stöðum sem þeir vildu kanna í Íran og stjórnvöld í Teheran neituðu að svara spurningum um þrjú aðra þar sem grunur leikur á að úran sé auðgað.

Forseti Hondúras sakaður um að þiggja dóppeninga

Bandarískir saksóknarar segja að forseti Hondúras hafi þegið tugi þúsunda dollara frá þekktum fíkniefnabaróni í skiptum fyrir að héldi hlífiskildi yfir ólöglegri starfsemi hans um það leyti sem hann var kjörinn forseti.

Breskur ráðherra sakaður um ítrekað einelti

Priti Patel, innanríkisráðherra, er sökuð um að hafa niðurlægt opinbera starfsmenn fyrir framan aðra og beitt þá miklum þrýstingi. Ráðuneytisstjóri sagði af sér vegna svipaðra ásakana á hendur henni um helgina.

Biden snýr við taflinu

Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við.

Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara

Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi.

Biden fær byr í seglin

Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum.

Útlit fyrir nokkuð jöfn skipti hjá Demókrötum

Fjórtán ríki greiða atkvæði í forvali Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður eru sigurstranglegastir.

Dánar­tíðni vegna kórónu­veirunnar orðin 3,4%

Dauðsföll á Ítalíu vegna kórónuveirunnar í dag eru orðin 27 en fjöldi látinna hefur hækkað úr 52 upp í 79 síðasta sólarhringinn. Tæplega fimm hundruð smit hafa greinst í dag. Þau eru nú orðin 2.502 en í gær voru þau 2.036.

Setja aukinn kraft í rannsókn á Biden sem vegnar betur í forvalinu

Daginn eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari í forvali demókrata í Suður-Karólínu gaf þingmaður repúblikana sem stýrir heimavarnanefnd öldungadeildarinnar til kynna að hann ætlaði að gefa út stefnu um vitnisburð í rannsókn á ásökunum Trump forseta og bandamanna hans á hendur fyrrverandi varaforsetanum.

Sjá næstu 50 fréttir