Fleiri fréttir

Þrír eftir í baráttunni

Sajid Javid heltist í dag úr lestinni í baráttunni um hver verði næsti formaður breska Íhaldsflokksins.

Hafna áliti um þátt prinsins í morðinu

Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu,hafnaði í gær því sem segir í nýrri skýrslu sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um aftökur án dóms og laga, um að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að Mohammed bin Salman krónprins og aðrir hátt settir embættismenn væru ábyrgir fyrir morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi.

Tíu milljónir án matar í Norður-Kóreu

Bæði Suður-Kórea og Kína senda Norður-Kóreu tugþúsundir tonna af hrísgrjónum. Dugar skammt því að þörfin er talin vera 1,5 milljónir tonna. Fjörutíu prósent landsmanna sögð búa við sáran skort.

Leiðtogi kynlífsþrælkunarhópsins sakfelldur

Keith Raniere, maðurinn sem sakaður var um að hafa verið leiðtogi sjálfshjálparhóps sem hneppti konur í kynlífsþrælkun, var í kvöld sakfelldur í réttarhöldunum yfir honum. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsisdóm.

Johnson bætti við sig fylgi

Dominic Raab, fyrrverandi útgöngumálaráðherra Breta, datt í gær úr leik í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins, þar sem einnig er valinn nýr forsætisráðherra Breta.

Lagði á ráðin um að myrða bestu vinkonu sina eftir milljónaboð á internetinu

Sex táningar hafa verið ákærðir í Alaska-ríki Bandaríkjanna í tengslum við morðið á Cynthia Hoffman sem framið var 2. júní síðastliðinn. Besta vinkona Hoffman er sökuð um að hafa lagt á ráðin um morðið eftir að maður sem hún hafði kynnst á netinu bauð henni fúlgur fjár fyrir að senda honum myndbönd og ljósmyndir af morði.

Enn mótmælt í Hong Kong

Mótmælin í Hong Kong hafa vakið athygli á heimsvísu en um er að ræða stærstu mótmæli í sögu sjálfsstjórnarhéraðsins. Mótmælin snúa að fyrirhugaðri lagabreytingartillögu um framsal fanga til Kína.

Skilur ekki af hverju Jon Stewart er „svona pirraður“

Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings segist ekki skilja af hverju Jon Stewart sé "svona pirraður“ út í hann. Stewart hefur baunað á McConnell vegna fjármögnunar heilsugæslusjóðs fyrir viðbragðsaðila í eftirköstum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001.

Skotárás í meistarafögnuði Toronto Raptors

Talið er að tveir hafi orðið fyrir skoti í miðborg Toronto í Kanada í dag. Mikill fjöldi fólks var þar samankomin til að fagna fyrsta NBA titli körfuboltaliðs borgarinnar Toronto Raptors.

Grunaður morðingi Lübcke tengdur inn í öfga-hægri hópa

Maðurinn sem handtekinn var síðasta laugardag, grunaður um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke, var dæmdur til fangelsisvistar árið 1993 vegna tilraunar hans til að sprengja rörasprengju fyrir utan athvarf hælisleitenda. Þá var hann handtekinn fyrir rúmum tíu árum í göngu öfga-hægri hópa í Þýskalandi.

Berjast við mikla kjarrelda við Arlanda-flugvöll

Slökkvilið í Stokkhólmi berst nú við mikla kjarrelda í grennd við Arlanda alþjóðaflugvöllinn, helsta flugvöll Svíþjóðar. Talið er að eldar logi á um fimm hektara svæði en eldarnir hafa ekki haft teljandi áhrif á starfsemi á flugvellinum.

Vatíkanið íhugar að leyfa giftum mönnum að gerast prestar

Prestaskortur er eitt helsta vandamál kaþólsku kirkjunnar í Amasón héruðum Brasilíu, til þess að leysa vandann sem kirkjunni bíður velta ráðamenn í Vatíkaninu því nú fyrir sér hvort breyta eigi margra alda gömlum reglum kirkjunnar um presta.

Sjá næstu 50 fréttir