Fleiri fréttir

Fangi tók annan fanga í gíslingu í Kaupmannahöfn

Maður var tekinn gísl á lögreglustöðinni í Kaupmannahöfn við innganginn að fangelsi lögreglustöðvarinnar. Sérsveit lögreglunnar hefur verið kölluð til. Danska ríkisútvarpið hefur þær heimildir frá lögreglunni í Kaupmannahöfn að það sé fangi sem hafi tekið annan fanga í gíslingu. Atvikið gerðist eftir hádegi í dag.

Rúta fór fram af brú í Belgíu

Rútu sem flutti ungmenni frá Rússlandi var ekið fram af brú í Antwerpen í Belgíu í gær með þeim afleiðingum að fimm létust og tólf slösuðust, þar af fimm alvarlega. Engin tilraun virðist hafa verið gerð til þess að stöðva rútuna áður en hún fór fram af brúnni og er því talið að bílstjórinn hafi sofnað undir stýri.

Strokufanginn enn ófundinn

Enn hefur ekkert spurst til Redoine Faid, strokufangans sem sprengdi sér leið út úr Sequedin-fangelsi nærri Lille í norðurhluta Frakklands á laugardag. Hann er alræmdur ræningi og þekktur glæpamaður í Frakklandi, að sögn breska ríkisútvarpsins.

Gert að sýna brjóstahaldarastærðina í vinnunni

Afgreiðslustúlku sem starfaði í einni af verslunum undirfatakeðjunnar Change í Svíþjóð hafa verið dæmdar 50 þúsund sænskar krónur í bætur af félagsdómi, jafngildi um 900 þúsunda íslenskra króna.

Maduro talinn sigurstranglegri

Forsetakosningar í Venesúela fóru fram í gær, þær fyrstu eftir dauða Hugo Chavez forseta sem lést í síðasta mánuði.

Erfiðara verði að eignast byssu

Tveir áhrifamiklir öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum kynntu fyrir helgi lagafrumvarp sem tryggja á að hvergi verði hægt að kaupa skotvopn í landinu án þess að fortíð kaupandans sé könnuð fyrir kaupin.

Fimm létust í rútuslysi

Pólsk rúta ók út af á hraðbraut nærri belgísku borginni Antwerpen í morgun. Um borð voru ungmenni frá Rússlandi og létust fimm og eru aðrir fimm farþeganna alvarlega slasaðir.

Fangar í Guantanamo gerðu uppreisn

Fangar í fangabúðunum í Guantanamo-flóa gerðu nýlega uppreisn gegn fangavörðum þegar nokkrir fanganna sem eru í hungurverkfalli voru fluttir úr almennum fangaklefum.

Tvö ný tilfelli af fuglaflensu í Kína

Tvö ný tilfelli hafa verið greind af H7N9 fuglaflensu í Kína í Henan héraði. Samtals hefur fimmtíu og einn verið greindur með vírusinn samkvæmt tölum frá kínverskum yfirvöldum og ellefu hafa dáið af völdum hans.

Kosið í Venesúela

Íbúar Venesúela ganga til kosninga í dag til þess að velja eftirmann Hugo Chavez á forsetastóli, en Chavez lést í embætti fyrir nokkrum vikum. Varaforsetinn Nicolas Maduro er talinn líklegur til að tryggja sér embættið en Chavez hafði lýst því yfir fyrir dauða sinn að Maduro væri besti maðurinn í verkið.

Sjö ára með fuglaflensuna

Sjö ára stúlka í Pekíng í Kína hefur greinst með fuglaflensu H7N9 og er þetta fyrsta tilfellið af flensunni sem kemur upp í höfuðborginni.

Koma kjarnorkusprengju í flaug

Sennilegt þykir að Norður-Kórea hafi yfir að ráða kjarnaoddum sem hægt er að skjóta með eldflaugum.

Ærslagangur í Rússlandsforseta

Vladimír Pútín Rússlandsforseti liggur nú undir ámæli fyrir meint mannréttindabrot, meðal annars fyrir að þrengja enn að samkynhneigðum þar í landi og einu sjálfstæðu kosningaeftirlitsstofnuninni. Mitt í þeirri umræðu sendi skrifstofa forsetans frá sér myndir af Pútín þar sem hann gantast með hundunum sínum, Buffy og Yume.

Martröð kajakveiðimannsins

Isaac Brumaghim var á túnfisksveiðum skammt undan ströndum Oahu-eyju á Havaí þegar hann komst í návígi við tígrishákarl.

Hakkarar hóta að afhjúpa nauðgarana í Nova Scotia

Tölvuhakkaranir í Anonymous-hópnum segja í tilkynningu til kanadískra og bandarískra fjölmiðla að þeir hafi fundið út hverjir piltarnir eru sem nauðguðu Rehtaeh Parsons þegar hún var fimmtán ára gömul, en þeir dreifðu einnig mynd af nauðguninni á meðal skólafélaga sinna.

Baltasar hafnaði boði um að taka við af Scorsese

Baltasar Kormákur afþakkaði boð um að fá að leikstýra myndinni Snjómanninum. Martin Scorsese hafði áður tekið að sér að leikstýra myndinni en gaf verkefnið svo frá sér, segir á vef norska blaðsins Aftenposten.

Fleiri lönd beita dauðarefsingum

Að minnsta kosti fjögur lönd sem ekki hafa gripið til dauðarefsinga í mörg ár tóku upp á því að nýju á síðasta ári. Þetta eru Indland, Japan, Pakistan og Gambía.

Íranir smíða tímavél

Fjölmiðlar í Íran greina frá því í dag að þarlendir vísindamenn hafi sigrast á tímanum og þróað tímavél sem horfir átta ár fram í tímann.

Amma vann fimm milljarða í happdrætti

Rúmlega fimmtug amma í Kanada fagnaði á dögunum sjö réttum tölum í happdrætti. Hún taldi sig hafa unnið fjörutíu þúsund dollara eða það sem nemur tæpum fimm milljónum íslenskra króna.

Sérsveit drap gíslatökumann

Sérsveit lögreglunnar í Georgíu í Bandaríkjunum skaut og drap vígamann sem tekið hafði fjóra slökkviliðsmenn í gíslinu á heimili sínu í gærkvöld.

Blaðamaður vill fá dagbækur Hitlers

Fyrir 30 árum komst upp um einhverja mestu fölsun sem sögur fara af, þegar þýska tímaritið Stern greiddi 730 milljónir fyrir Dagbækur Hitlers.

Stjórnarskipti eru í kortunum

Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn fengju samtals 87 þingsæti og hreinan meirihluta á norska þinginu ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir TV 2.

Sjá næstu 50 fréttir