Erlent

Börn eru stráfelld í stríðinu í Sýrlandi

Börn eru stráfelld í borgarastríðinu í Sýrlandi, þau sæta pyntingum og verða vitni að miklum ódæðisverkum.

Samtökin Barnaheill á Íslandi-Save the Children hafa efnt til söfnunar til hjálpar börnum sem tekst að komast yfir landamærin í flóttamannabúðir samtakanna í Jórdaníu.

Börnin upplifa dráp á foreldrum, systkinum og öðrum börnum og segir Héðinn Halldórsson, upplýsingafulltrúi Barnaheilla, sem staddur er í Jórdaníu að flóttabörnin séu í alvarlegu áfalli eftir skelfilega reynslu sína. Þau þurfi sárlega á sérfræðiaðstoð að halda.

Jasmine Whitbread, yfirmaður alþjóðasamtakanna Save the Children, segir brýnt að hjálpa börnunum að ná sér eftir þessa lífsreynslu. Þá þurfi að skrá vitnisburð þeirra svo hægt sé að sækja þá til saka sem beri ábyrgð á þessum voðaverkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×