Erlent

Björguðu kynlífsdúkku úr Svartahafinu

Kynlífsdúkkur geta verið ansi líkar manneskjum. Myndin er úr safni.
Kynlífsdúkkur geta verið ansi líkar manneskjum. Myndin er úr safni.
Strandgestir í Tyrklandi nutu sólarinnar á dögunum en þeim brá heldur betur í brún þegar þeim sýndist sjá drukknaða konu í Svartahafinu þar sem gestirnir sóluðu sig.

Björgunarlið var kallað á vettvang og var brugðist hratt og vel við. Þegar komið var að konunni, sem leit sannarlega út fyrir að hafa drukknað, kom í ljós að um uppblásna kynlífsdúkku væri að ræða. Björgunarliðið kastaði dúkkunni í næstu ruslafötu en ekki er vitað hvernig dúkkan endaði í sjónum.

Þetta er í annað sinn sem björgunarmenn ruglast á manneskju og kynlífsdúkku, því fyrr á þessu ári björguðu átján kínverskir lögregluþjónar kynlífsdúkku úr á í Shandong héraðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×