Erlent

Annað tilfelli af veirusýkingu í Danmörku

Eitt tilfelli í viðbót af það sem kallað er Corona veirunni hefur fundist í Danmörku en veiran er skyld hinni lífshættulegu SARS veiru. Um er að ræða sjúkling sem haldið er í einangrun á sjúkrahúsinu í Hvidovre.

Eins og við greindum frá í morgun eru fimm einstaklingar í einangrun á háskólasjúkrahúsinu í Óðinsvéum vegna þessarar veiru. Þar er um að ræða fjögurra manna fjölskyldu og konu.

Talið er að uppruna þessarar sýkinga sé að finna á Arabaskaganum og í Katar. Corona veiran getur valdið alvarlegri sýkingu í öndunarfærum fólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×