Erlent

Kökusneið úr konunglegu brúðkaupi til sölu á uppboði

Nú er hægt að bjóða í eina af þeim 650 kökusneiðum sem í boði voru í brúðkaupi ársins, á vefsíðunni PFC Actions. Að sjálfsögðu erum við að tala um konunglegt brúðkaup þeirra Vilhjálms og Katrínar hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge en brúðkaupið fór fram í apríl síðastliðnum.

Kakan er boðin upp af nafnlausum notanda en kakan er hönnuð af Fiona Cairnes. Þetta er í annað skiptið sem kaka úr brúðkaupinu er boðin upp á uppboði og endaði fyrsta uppboðið með að 2000 pundum var pungað út fyrir kökuna eða fjögur hundruð þúsund íslenskum krónum.

Sérfræðingar segja ekki ólíklegt að þessi sneið fari á jafnvel hærra verði, eins ótrúlegt og það nú er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×