Erlent

Enn er 15 manns saknað eftir snjóflóðið í Nepal

Leit hófst að nýju í morgun á fjallinu Manaslu í Nepal að fjallgöngumönnum sem þar er saknað eftir stórt snjóflóð um helgina.

Að minnsta kosti 11 manns létu lífið í flóðinu og 15 manns er enn saknað en tekist hefur að bjarga sjö af þeim sem lentu í snjóflóðinu. Slæmt veður hamlaði leit að fjallgömngumönnunum í gærdag en veðurútlitið er skárra í dag.

Í frétt um málið á CNN segir að tölur um fjölda þeirra sem er saknað úr flóðinu séu nokkuð á reiki þar sem litlar upplýsingar hafi fengist frá yfirvöldum í Nepal. Jafnvel er talið að allt að 38 manns séu enn fastir undir snjónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×