Erlent

Grikkir vilja stríðsskaðabætur frá Þjóðverjum

Nýjasta tilraun Grikkja til að ná meiru fé í tómann ríkiskassann sinn hefur vakið hörð viðbrögð í Þýskalandi.

Grísk stjórnvöld hafa sett á laggirnar fjögurra manna nefnd til að fara í gegnum skjalasöfn frá seinni heimstryjöldinni til að kanna hvort landið eigi rétt á stríðsskaðabótum frá Þjóðverjum. Nefndin á að skila áliti fyrir áramót.

Þjóðverjar hafa brugðist hart við þessu og segir Gudio Westerweele utanríkisráðherra landsins það af og frá að Þjóðverjum beri að greiða Grikkjum stríðsskaðabætur. Það mál hafi verið endanlega útkljáð fyrir löngu síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×