Erlent

Norsk fjölskylda hefur þrisvar fengið hæsta lottóvinninginn

Hege Jeanette ásamt eiginmanni sínum og eldri dóttur þeirra.
Hege Jeanette ásamt eiginmanni sínum og eldri dóttur þeirra.
Oksnes fjölskyldan í Noregi er með þeim heppnari í heiminum. Á síðustu sex árum hefur fjölskyldan þrisvar unnið stærsta vinninginn í norska lottóinu.

Samanlagt er vinningsupphæðin nærri hálfur milljarður króna. Síðast var það sonurinn, hinn 19 ára gamli Tord, sem hlaut fyrsta vinninginn í lottóinu á laugardaginn var. Það var jafnframt hæsti vinningur fjölskyldunnar upp á 12 milljónir norskra kr. eða um 240 milljónir kr.

Þar áður hafði eldri systir hans, Hege Jeanette, unnið rúmlega 8 milljónir norskra kr. og fyrir sex árum vann fjölskyldufaðirinn Leif rúmlega 4 milljónir norskra kr.

Það sem er athyglisvert er að þessir vinningar hafa ætíð komið þegar Hege Jeanette er þunguð. Raunar komu tveir af vinningunum í hús þegar hún var á fæðingardeildinni. Þrír bræður Hege sem ekki hafa fengið lottóvinning hafa beðið hana um að eignast a.m.k. 10 börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×