Erlent

Vilja lögsækja fyrrum fangavörð í Auschwitz

Auschwitz
Auschwitz mynd/wikipedia
Þýsk yfirvöld kanna nú hvort að mögulegt sé að lögsækja fyrrum fangavörð í útrýmingabúðum Nasista í Auschwitz sem hefur búið í Bandaríkjunum í yfir sextíu ár.

Fangavörðurinn, sem heitir Johann Breyer og er orðinn áttatíu og sjö ára gamall, hefur játað að starfað sem vörður í Auschwitz, þar sem yfir ein milljón manna var drepinn.

Dómstóll í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu árið 2003 að Breyer hefði ekki borið ábyrgð á þeirri ákvörðun að slást í hóp fangavarða í búðunum, enda hafi hann einungis verið 17 ára á þeim tíma.

En yfirvöld í Þýskalandi telja að þau hafi ný nýjar sannanir í málinu sem gæti leitt til þess að mögulegt sé að lögsækja hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×