Erlent

Predikarinn Abu Hamza verður framseldur

Undirbúningur er hafinn að því að framselja hinn róttæka predikara Abu Hamza frá Bretlandi til Bandaríkjanna eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði beiðni hans um áfrýjun á málinu.

Hamza er grunaður um aðild að hryðjuverkum en barátta hans gegn framsalinu hefur staðið yfir í ein átta ár og kostað breska dómskerfið milljónir punda. Stuðningsmenn Hamza segja að baráttu þeirra gegn framsalinu sé hvergi nærri lokið.

Hamza er grunaður um að hafa skipulagt stofnun hryðjuverkamannabækistöðva í Bandaríkjunum og að hafa átt þátt í mannránum í Jemen. Verði hann sakfelldur í Bandaríkjunum bíður hans ævilangt fangelsi þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×