Erlent

Zombí-býflugur valda heilabrotum

Býflugur.
Býflugur.
Býflugnabóndinn Mark Hohn frá Seattle í Bandaríkjunum tók eftir því fyrir nokkrum vikum, þegar hann snéri heim úr fríi, að býflugur sem hann átti voru ýmist dauðar eða flugu tilviljanakennt um, eins og þær væru einhverskonar uppvakningar. Og líkingin á rétt á sér, ekki síst þar sem umræddar býflugur voru sýktar af dularfullum sjúkdómi sem draga þær með kvalarfullum hætti til dauða að lokum.

Ástæðan fyrir því að býflugurnar sýkjast virðist vera sníkjudýr, fluga, sem leggst á býflugurnar, stingur þær og sprautar eggjum sínum inni í þær. Það sem tekur næst við hefur verið líkt við aðra tegund af hrollvekjum kvikmyndanna, það er að segja kvikmyndina Alien, en litlir ormar éta innyfli býflugnanna sem leiðir af sér furðulega hegðun þeirra áður en þær drepast og ormarnir éta sig úr úr búkum flugunnar.

Býflugnabændur hafa orðið varir við þessu óværu í búum á Vesturströnd Bandaríkjanna, en Mark telur að vandamálið sé mun umfangsmeira. Vísindamenn hafa rannsakað flugurnar og nefnt þær réttilega zombí-býflugur. Ekki er ljóst hversvegna afæturnar leggjast nú á býflugurnar með þessum hætti, en hnignun býflugnastofna í Bandaríkjunum hefur lengi verið áhyggjuefni þar í landi, og má vera að sníkjudýrið eigi sinn þátt í því, þó slíkt sé ósannað, enda uppgötvaðist fyrirbærið fyrst árið 2008.

Hægt er að nálgast frekari upplýsinga um málið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×