Fleiri fréttir

Tyrkir búast til varnar

Tyrkir hafa sent hermenn, eldflaugar og önnur hergögn að landamærum Sýrlands samkvæmt fréttastofu Sky News. Forsætisráðherra Tyrklands hefur jafnframt gefið út skipun um að bregðast við ógnum sem kunna að steðja að landamærunum. Hann lýsti því yfir í kjölfar þess að Sýrlendingar skutu niður tyrkneska herflugvél fyrir skömmu.

Breytingar í Egyptalandi

Eiginkona Morsi, forseta Egyptalands, vill ekki láta kalla sig „helsta konan" (e. first lady). Ef hún þarf að bera einhvern titil vill hún heldur vera kölluð „helsti þjónn" (e. first servant) landsins.

Heilbrigðislöggjöf Obama stendur

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að heilbrigðislöggjöf Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, og Demókrata sé í samræmi við stjórnarskrá landsins.

Leiðtogafundur ESB enn í gangi

Fjárhagsvandamál á evrusvæðinu er aðalumræðuefnið og Angela Markel kanslari Þýskalands og Francois Hollande forseti Frakklands reyna að komast að niðurstöðu hvaða leiðir séu bestar til að leysa vandann.

Mál Kim Dotcom í uppnámi - leitarheimildin ógild

Dómstóll í Nýja-sjálandi hefur úrskurðað að leitarheimild sem lögreglan þar í landi notaði til að ráðast inn á heimili Kim Dotcom, stofnanda skráarskiptasíðunnar Megaupload, hafi verið ógild.

Samkomulag um Sýrlandstillögur Kofi Annan

Rússar og leiðtogar Vesturveldanna hafa náð samkomulagi um að standa á bakvið tillögur Kofi Annan um þjóðstjórn í Sýrlandi til að reyna að binda endi á átökin þar í landi.

Leiðtogafundur ESB hefst í dag

Leiðtogafundur Evrópusambandsins hefst í dag þar sem vandamálin á evrusvæðinu verða enn og aftur aðalumræðuefnið.

Biskup segir af sér eftir faðmlög á baðströnd

Páfinn hefur fallist á afsögn biskups í Argentínu en biskupinn ákvað að segja af sér eftir að myndir birtust á sjónvarpsstöð af honum í áköfum faðmlögum við konu á baðströnd í Mexíkó.

Eiturlyf hamla þúsaldarmarkmiðum

Efla þarf aðgerðir gegn ólöglegum eiturlyfjum og skipulagðri glæpastarfsemi, eigi að takast að styðja við þróunarlöndin. Þetta segir Yury Fedotov, framkvæmdastjóri stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn eiturlyfjum og glæpum (UNODC).

Björguðu börnum frá vændi

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur greint frá því að 79 unglingum, sem neyddir höfðu verið til að stunda vændi, hafi verið bjargað í síðustu viku frá hótelum og börum víða um Bandaríkin. Unglingarnir, 77 stúlkur og tveir drengir, voru á aldrinum 13 til 17 ára.

Tókust í hendur á N-Írlandi

Elísabet Englandsdrottning hitti Martin McGuinness, sem er varaforsætisráðherra Norður-Írlands og var foringi í írska lýðveldishernum IRA, í gær. Þau tókust í hendur og þykja það ákveðin tímamót í samskiptum Norður-Íra við Breta.

Köfnuðu í vörubíl til S-Afríku

43 Eþíópíumenn og Sómalar köfnuðu á þriðjudag í vörubíl sem átti að smygla þeim til Suður-Afríku. Líkum fólksins hafði verið hent úr vörubílnum í Tansaníu eftir að ökumaður hans gerði sér grein fyrir því að fólkið væri látið. Sjötíu manns lifðu af og fá nú læknisaðstoð.

"Keep it real" átakið hefst í dag

Átakið gengur út að skora á tímarit að hafa að minnsta kosti eina fegurðarmynd í hverju tölublaði sem ekki eru breyttar með Photoshop.

Odd Nerdrum í tæplega þriggja ára fangelsi

Norski listamaðurinn Odd Nerdrum var í morgun dæmdur í tveggja árs og tíu mánaða fangelsi fyrir skattsvik. Hann mun einnig þurfa að greiða 35 þúsund norskar krónur, eða sem samsvarar um 700 þúsund íslenskum, í sakarkostnað. Nerdrum fékk jafnvirði 275 milljóna íslenskra króna vegna sölu á myndum í New York á árunum 1998-2002. Hann átti að greiða helminginn í skatt en gerði það ekki. Nerdrum hefur alltaf neitað sök, en engu að síður hafa dómar á tveimur dómsstigum fundið hann sekan.

Starfsmenn fá frí til að horfa á Ólympíuleikana

Helmingur fyrirtækja í London gefa starfsmönnum sínum leyfi til að vinna heima á meðan á Ólympíuleikunum og valmöguleika að taka sér frí á meðan þeim stendur, samkvæmt nýrri rannsókn.

Dómstóll í Köln bannar umskurð drengja

Gyðingar í Þýskalandi eru æfir af reiði eftir að dómstóll í Köln komst að þeirri niðurstöðu að banna bæri umskurð á ungum drengjum. Gyðingatrú krefst þess að drengir séu umskornir.

Nær öllum bjargað er annað skip fórst við Jólaeyju

Búið er að bjarga 123 manns eftir að skipi yfirfullu af hælisleitendum hvolfdi rúmlega 100 mílum norður af Jólaeyju við Ástralíu. Þetta er í annað sinn á tæpri viku að skip með hælisleitendum ferst á þessum slóðum.

Fá bónus fyrir nýja starfsmenn

Starfsmenn einnar deildar hjá norska olíurisanum Statoil fá 20 þúsund norskar krónur, jafngildi rúmlega 400 þúsunda íslenskra króna, í bónus takist þeim að fá verkfræðing eða annan fagmann til starfa hjá fyrirtækinu, að því er segir á fréttavefnum e24.no. Þar kemur fram að Statoil þurfi að ráða 1.500 nýja starfsmenn í ár.

Lesa sig út úr fangelsunum

Föngum í brasilískum fangelsum mun standa nýstárleg leið til boða til að stytta fangelsisvist sína; að lesa bækur. Hver bók styttir vistina um fjóra daga. Guardian greinir frá þessu.

Rúmenskir vasaþjófar verði fangelsaðir

Norski Framfaraflokkurinn vill að vasaþjófar verði settir á bak við lás og slá en aðeins ef um Rúmena er að ræða. Það er skoðun flokksins að Rúmenar sem stela misnoti EES-samninginn. Þess vegna eigi að breyta norskum lögum. Almennt er vasaþjófum í Noregi gert að greiða sekt.

NATO stendur með Tyrklandi

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, fordæmdi í dag árás Sýrlendinga á tyrkneska orrustuþotu sem var skotinn niður í síðustu viku. Árásin var rædd á fundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel í morgun.

Tvíburaturnarnir rísa aftur

Í dag var síðasta stálbita komið fyrir í "Turni 4" sem markar áfanga í uppbyggingu tvíburaturnanna á Manhattan í New York

Sjá næstu 50 fréttir