Erlent

Samkomulag um Sýrlandstillögur Kofi Annan

Rússar og leiðtogar Vesturveldanna hafa náð samkomulagi um að standa á bakvið tillögur Kofi Annan um þjóðstjórn í Sýrlandi til að reyna að binda endi á átökin þar í landi.

Þjóðstjórnin yrði að hluta til skipuð fulltrúum úr röðum andstæðinga Sýrlandsstjórnar. Hinsvegar myndi núverandi forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, ekki eiga aðild að þessari þjóðstjórn.

Ræða á þessar hugmyndir á laugardag í sérstökum aðgerðahópi Sameinuðu þjóðanna um málefni Sýrlands sem haldinn verður í Genf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×