Fleiri fréttir

Sakhæfismat gleður Breivik

Nýtt sakhæfismat kemst að þeirri niðurstöðu að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sé heill á geði. Matið gengur þvert á fyrra mat sem sagði Breivik með geðklofa. Hann segist sjálfur ánægður með úrskurðinn.

Þekktur Dani bendlaður við Stasi

Danski sagnfræðingurinn Thomas Wegener Friis segist vera í þann mund að afhjúpa stórfelldar njósnir þekkts Dana fyrir Stasi, austur-þýsku leyniþjónustuna.

Flugbíllinn á loft í fyrsta skipti

Fyrstu prófunum á nýjum flugbíl sem verið hefur í hönnun undanfarin ár lauk í Bandaríkjunum nýverið. Bíllinn, sem uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru til bæði bíla og flugvéla, flaug í um átta mínútur í um 400 metra hæð í fyrsta fluginu.

Sagðist vera með banvænt krabbamein til þess að fjármagna brúðkaup

Hin 25 ára gamla Jessica Vega frá New York í Bandaríkjunum vildi halda upp á hið fullkomna brúðkaup. Til þess að svo gæti orðið vantaði henni fjármagn. Hún brá því á það óvanalega ráð að ljúga að fólki að hún væri með banvænt krabbamein og tókst þannig að svíkja þúsundir dollara út úr fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem stóðu í þeirri trú að Vega ætti aðeins örfáa mánuði eftir ólifaða.

Stálu kaffi fyrir tíu milljónir og tveimur kaffivélum

Lögreglan í Vín í Austurríki lýsti eftir frekar stórtækum þjófum í dag en þeir brutust inn í heildsölu og stálu þaðan tveimur tonnum af kaffi. Kaffiþjófarnir brutust inn í heildsöluna og fylltu stolna flutningabifreið af góssinu og óku því næst á brott.

Santorum dregur framboð sitt til baka

Rick Santorum, helsti keppinautur Mitt Romney um útnefningu sem forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka. Þessu greindu Bandarískir fjölmiðlar frá fyrir stundu. Ástæðan mun vera alvarleg veikindi þriggja ára dóttur hans.

Kidman leikur Grace Kelly

Stórleikkonan Nicole Kidman mun leika í nýrri mynd um Óskarsverðlaunaleikkonuna Grace Kelly, sem siðar varð prinsessan af Mónako. Myndin mun bera titilinn Grace of Mónako og fjalla um sex mánaða tímabil í lífi hennar á árinu 1962, þegar Charles de Gaulle og Rainier III fursti stóðu í deilum um Mónako.

Breivik ánægður með að vera metinn sakhæfur

Geir Lippestad, verjandi norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik, segir að umbjóðandi sinn sé afar ánægður með nýtt geðmat þar sem segir að hann sé sakhæfur. Hann hafi margoft haldið því fram sjálfur að hann sé heill á geði og því sé honum létt með nýja matið, en í fyrra geðmatinu sem hann gekkst undir var það álit lækna að hann væri geðveikur og því ósakhæfur.

Segja að Breivik sé sakhæfur

Anders Behring Breivik, fjöldamorðingi í Noregi, er sakhæfur samkvæmt niðurstöðum nýrrar geðrannsóknar. Nýja geðrannsóknin er unnin af læknunum Agnar Aspaas og Terje Törrissen. Skýrslan hefur ekki enn verið gerð opinber en norskir fjölmiðlar fullyrða að hann sé sakhæfur samkvæmt nýja matinu.

Dregur úr glæpum en morðum á lögreglumönnum fjölgar mikið

Ný bandarísk skýrsla leiðir í ljós að dregið hefur úr ofbeldisglæpum í landinu síðustu ár. Hinsvegar fjölgar morðum á lögreglumönnum mikið. Skýrslan er gerð af bandarísku alríkislögreglunni og þar kemur fram að 72 lögreglumenn hafi verið drepnir við skyldustörf árið 2011, sem er 25 prósenta aukning frá árinu á undan.

Má framselja Abu Hamza til Bandaríkjanna

Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg úrskurðaði í morgun að öfgapredikarann Abu Hamza megi framselja til Bandaríkjanna þar sem hann hefur verið kærður fyrir að standa að hryðjyuverkum. Dómstóllinn úrskurðaði á sama veg hvað varðar fjóra aðra grunaða hryðjuverkamenn sem hafa verið í haldi í Evrópu. Abu Hamza var á sínum tíma dæmdur í sjö ára fangelsi í Bretlandi fyrir að hvetja til hryðjuverka og nú vilja Bandaríkjamenn ná í hann fyrir svipaðar sakir.

Breyta flugáætlunum vegna eldflaugarskots

Þrjú flugfélög í Asíu, tvö frá Japan og eitt frá Filippseyjum hafa ákveðið að breyta flugleiðum sínum til þess að koma í veg fyrir að vélar þeirra eigi á hættu að verða fyrir Norður Kóreskri eldflaug sem stendur til að skjóta á loft einhvern tíma í þessari viku.

Mannskæð árás í Afganistan

Að minnsta kosti níu eru látnir og tuttugu særðir í Herat héraði í Afganistan í morgun þar sem sjálfsmorðsárás var gerð á stjórnsýslubyggingu. Mikill fjöldi fólks var þar saman kominn til þess að fá viðtal við stjórnmálamenn svæðisins og greina fregnir sjónarvotta frá því að tveir árásarmenn hafi ekið upp að byggingunni á jeppum sem þeir hafi síðan sprengt í loft upp.

Tvö flugmóðurskip á Persaflóa

Yfirmenn bandaríska flotans staðfestu í gær að þeir hefðu sent bandaríska flugmóðurskipið Enterprise á Persaflóa. Þar var fyrir annað flugmóðurskip, og þykir víst að hernaðaruppbyggingin tengist kjarnorkuáætlun Íran.

Lítil von talin á vopnahléi í dag

Gærdagurinn var einn sá blóðugasti í langan tíma í Sýrlandi, þrátt fyrir að stefnt hafi verið að því að vopnahlé hæfist þar í dag. Aðgerðasinnar segja að í það minnsta 100 manns hafi látið þar lífið í gær.

Aukning koltvísýrings olli endalokum ísaldar

Ný rannsókn þykir sýna að aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hafi valdið endalokum síðustu ísaldar. Aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu síðustu hundrað ár er svipuð og aukningin sem batt enda á ísöldina.

Frídagarnir milljarða virði

Þjóðarframleiðsla í Bretlandi myndi aukast um nítján milljarða punda á ári ef lögbundnir frídagar yrðu afnumdir. Það jafngildir um 3.800 milljörðum íslenskra króna.

Í fangelsi fyrir bílastæðabrot

Bílastæðayfirvöld í Kaupmannahöfn og samtök fatlaðra hafa tekið höndum saman til að koma í veg fyrir misnotkun á bílastæðum fyrir fatlaða. Þetta kemur fram hjá danska ríkisútvarpinu. Mögulegt er að þeir sem leggja ólöglega í slík stæði verði dæmdir í fangelsi.

Fljótandi eyjar í sjónmáli

Víða um heim eru arkitektar og borgarskipuleggjendur að leita nýstárlegra lausna fyrir þau fjölmörgu svæði á jörðinni sem búast má við að fari annað hvort varanlega á kaf þegar yfirborð sjávar hækkar vegna loftslagshlýnunar eða tímabundið þegar flóð steðja að vegna óstöðugs veðurlags.

Prenta súkkulaði í þrívídd

Nýr súkkulaðiprentari gæti umbylt súkkulaðiframleiðslu þegar hann kemur á markað seinni partinn í apríl, segir í frétt BBC. Hönnuðir tækisins treysta á að eftirspurnin verði mikil þó páskarnir verði liðnir með tilheyrandi súkkulaðiáti.

Fornmenn stálu bráð frá ljónum

Rannsóknir á heillegu hræi af ungum mammúti sýna að bæði ljón og menn áttu þátt í dauða hans á sléttum Síberíu fyrir um 10 þúsund árum. Það þykir benda til þess að hópar veiðimanna hafi stolið bráð af ljónum, samkvæmt frétt BBC.

Hrikalegt ástand í Sýrlandi

Óttast er að átökin í Sýrlandi kunni að stigmagnast eftir að til skotbardaga kom milli stjórnarhermanna og uppreisnarmanna við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Hermennirnir eru sakaðir um að hafa skotið yfir landmærin með þeim afleiðingum að einn flóttamaður féll og fimm særðust.

Er hugsanlega faðir 600 barna

Grunur leikur á að Bertold Wiesner, breskur vísindamaður, sem setti upp tæknifrjóvgunarstofu ásamt eiginkonu sinni á fimmta áratug síðustu aldar sé faðir allt að sex hundruð barna sem urðu til með hjálp stofunnar. Þetta sýna niðurstöður rannsókna tveggja manna sem þegar hafa fengið úr því skorið að þeir eru líffræðilegir synir mannsins. Um er að ræða 2/3 af öllum þeim börnum sem komu í heiminn fyrir tilstuðlan stofunnar.

Farþega Titanic minnst í sérstakri siglingu

Breska farþegaskipið Balmoral lagði í gær af stað í sérstaka siglingu til að minnast þeirra sem létu lífið í Titanic slysinu fyrir hundrað árum. Uppselt var í ferðina en skipið mun sigla sömu leið og Titanic gerði í jómfrúarferð sinni.

Ættingjar leggja í minningarsiglingu um Titanic

Ættingjar þeirra sem létust þegar breska farþegaskipið RMS Titanic sökk í sæ héldu í sjóferð í dag til minningar um fórnarlömbin. Sunnudaginn 15. apríl næstkomandi verða hundrað ár liðin frá því að Titanic sökk.

Heimsveldin uggandi yfir eldflaugaskoti Norðu-Kóreu

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa komið hinni risavöxnu Unha-3 eldflaug fyrir á skotpalli á norðvesturströnd landsins. Á sama tíma berast fregnir af fyrirhugaðri tilraun með kjarnorkusprengju.

Blaðamaðurinn Mike Wallace látinn

Blaðamaðurinn fyrrverandi Mike Wallace lést í dag. Hann var 93 ára gamall. Síðustu ár hafði Wallace þurft að glíma við ýmsa heilsukvilla. Árið 2008, þá 90 ára gamall, þurfti Wallace að gangast undir hjartaskurðaðgerð.

Tveir handteknir í Tulsa

Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum hefur handtekið tvo menn sem grunaðir eru um að hafa skotið fimm manns á föstudagskvöldið, þar af þrjá til bana, í borginni Tulsa.

Páfi messar á Péturstorgi í dag

Benedikt Páfi 16. heldur páskamessu sína á Péturstorgi í Páfagarði í dag. Í aftanmessu sinni í gær sagði Páfi að skuggi hafi fallið á gjörvallt mannkyn á síðustu árum.

135 látnir í Kasmír

Talið er að 135 hafi látist í snjóflóðinu í Kashmír fyrr í dag. Talsmaður pakistanska hersins staðfesti þetta í viðtali breska ríkisútvarpið.

Oxford og Cambridge mættust í undarlegri róðrakeppni

Hin árlega róðrakeppni Oxford- og Cambridge háskólanna í var haldin í 158. skipti í Lundúnum í dag. Keppnin var vægast sagt sérstök þetta árið enda þurfti að endurræsa liðin eftir að grunlaus sundmaður birtist í Thames-ánni.

Ban gagnrýnir stjórnvöld í Sýrlandi

Ban Ki-moon, framkvæmdarstjóri Sameinuðu Þjóðanna, gagnrýnir yfirvöld í Sýrlandi fyrir að herða árásir sínar gegn andspyrnumönnum í aðdraganda vopnahlés sem samið hefur verið um.

Seldi nýrað úr sér fyrir iPhone og iPad

Skurðlæknir og fjórir aðrir menn hafa verið handteknir í Kína fyrir að hafa lokkað pilt til þess að láta fjarlægja úr sér nýrað. Hann keypti sér iPhone og iPad fyrir söluandvirðið, eftir því sem kínverska fréttastofan Xinhua greinir frá. Pilturinn er sautján ára gamall og er kallaður Wang. Hann mun vera alvarlega veikur eftir að nýrað var fjarlægt og versnar ástand hans stöðugt.

Bandarísk herþota hrapaði

Bandarísk F18 herþota hrapaði fyrir stundu á fjölfarinn veg í Virginíu. Þetta hefur Fox fréttastofan eftir heimildarmanni bandaríska flugumferðareftirlitsins. Björgunarlið frá hernum, og lögreglan í Virginíufylki hafa öll sent fjölmennt lið á staðinn vegna slyssins. Mikill reykur sést á myndavélum umferðareftirlitsins.

Óttast að nýr raðmorðingi sé kominn á kreik í Frakklandi

Óttast er að raðmorðingi sé að verkum í Frakklandi eftir að fjögur morð hafa verið framin frá því í nóvember. Morðin voru öll framin í París eða í nágrenni við París og leikur grunur á að þau hafi öll verið framin með sömu byssunni. Síðast var morð framið á fimmtudaginn. Innanríkisráðherrann Claude Gueant hét því að allt yrði gert til þess að leysa málið. Morðinginn flúði á mótorhjóli eftir hvert skiptið, eins og morðinginn í Toulouse en ekki hafa verið gefnar upp neinar ástæður fyrir morðunum.

Sjá næstu 50 fréttir