Erlent

Kidman leikur Grace Kelly

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Grace Kelly ásamt Rainier fursta á brúðkaupsdegi þeirra.
Grace Kelly ásamt Rainier fursta á brúðkaupsdegi þeirra. mynd/ afp.
Stórleikkonan Nicole Kidman mun leika í nýrri mynd um Óskarsverðlaunaleikkonuna Grace Kelly, prinsessu af Mónako. Myndin mun bera titilinn Grace of Mónako og fjalla um sex mánaða tímabil í lífi hennar á árinu 1962, þegar Charles de Gaulle og Rainier III fursti stóðu í deilum um Mónako.

Þarna var Grace einungis 33 ára gömul og að stíga sín fyrstu skref sem prinsessa í Mónako. Engu að síður er hún sögð hafa verið í lykilhlutverki við að leysa deiluna á milli de Gaulle og Rainers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×