Erlent

Breyta flugáætlunum vegna eldflaugarskots

Þrjú flugfélög í Asíu, tvö frá Japan og eitt frá Filippseyjum hafa ákveðið að breyta flugleiðum sínum til þess að koma í veg fyrir að vélar þeirra eigi á hættu að verða fyrir Norður Kóreskri eldflaug sem stendur til að skjóta á loft einhvern tíma í þessari viku.

Norðanmenn segja ætlun sína að skjóta gervihnetti á braut um jörðu en yfirvöld í Suður Kóreu líta á skotið sem alvarlega ógn við sig. Bandaríkjamenn eru sammála sunnan mönnum í því mati og segir Leon Panetta varnarmálaráðherra þeirra að eldflaugaskotið yrði alvarlegt brot á þeim alþjóðasamningum sem Norður Kórea hafi fallist á undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×