Fleiri fréttir Tilbúinn að draga Frakkland út úr Schengen samstarfinu Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, hótar að draga Frakkland út úr Schengen samstarfinu ef Evrópusambandið herðir ekki á eftirliti sínu með ólöglegum innflytjendum. 11.3.2012 15:50 Tókýó þagnaði í eina mínútu Keisari Japans ávarpaði þjóð sína í dag þegar þess var minnst að eitt ár er liðið frá jarðskjálftinn skók landið og flóðbylgja fylgdi á eftir með þeim afleiðingum að minnst 20 þúsund manns. Þetta er í annað skiptið sem hann ávarpar þjóðina í beinni útsendingu, síðast var það skömmu eftir að jarðskjálftinn reið yfir. 11.3.2012 14:23 Skaut konur og börn með köldu blóði - minnsta kosti 16 látnir Að minnsta kosti sextán manns eru látnir eftir að bandarískur hermaður réðist á tvö heimili í Afganistan og myrti íbúa þeirra. Meðal þeirra sem hermaðurinn myrti eru konur og börn. Fimm eru slasaðir eftir árásina. 11.3.2012 13:29 Ár liðið frá náttúruhamförum í Japan Í dag er eitt ár er liðið því að jarðskjálfti upp á 9 á richter skók japanska jörð og flóðbylgja skall á landinu með þeim afleiðingum að um tuttugu þúsund létu lífið og mörg þúsund neyddust til að yfirgefa heimili sín 11.3.2012 10:08 Bandarískur hermaður fór um og skaut saklausa borgara í Afganistan Bandarískur hermaður fór um í grennd við borgina Kandahar í Afganistan í morgun og skaut á óbreytta borgara. 11.3.2012 10:20 Hátt í tvö þúsund heimilislausir eftir eldsvoða í Perú Hátt í sexhundruð heimili urðu eldsvoða að bráð í tveimur íbúðarhverfum í Lima höfuðborg Perú í gær. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi látið lífið en þarlend yfirvöld hafa reist tjaldbúðir fyrir rúmlega sextánhundruð manns sem misstu heimili sín. 11.3.2012 10:18 Dularfullur blossi í beinni útsendingu Fréttastöðin KSAZ-TV, í Phoenix í Bandaríkjunum, náði sérkennilegum blossa á myndband þegar sjónvarpskona flutti fréttir af veðri á fimmtudagsmorgun. Samkvæmt frétt AP um málið er ekki vitað hvað olli blossanum sem líkist sprengingu. 10.3.2012 23:00 Grunur að olía leki úr gámaskipi nærri ströndum Noregs Gámaskip strandaði skammt frá suðvesturströnd Noregs í gær en grunur leikur á að skipið leki olíu. Samkvæmt AP fréttastofunni var skipið með 280 þúsund lítra af olíu um borð og 67 þúsund lítra af dísel. Fjórtán manna áhöfn sem var frá Rússlandi, Filippseyjum og Úkraníu. Enginn þeirra slasaðist við strandið. 10.3.2012 14:09 Flugfreyja fríkaði út: Sagði flugvélina vera að hrapa Það varð uppi mikið fjaðrafok á alþjóðaflugvellinum í Dallas í gær þegar flugfreyja á vegum flugfélagsins American Airline tilkynnti farþegum sínum rétt fyrir flugtak að flugvélin myndi hrapa og nefndi í sömu andrá hryðjuverkaárásir. 10.3.2012 10:24 Hvítlaukssvikari dæmdur í sex ára fangelsi Írinn Paul Begley, sem var einn umsvifamesti ávaxtasali Írlands, var dæmdur í sex ára fangelsi á dögunum fyrir stórfellt skattasvindl. Hann flutti inn hvítlauk frá Kína yfir fjögurra ára tímabil en merkti vöruna sem epli. 10.3.2012 09:57 Forseti Sýrlands útilokar pólitískar viðræður Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, sagði á fundi með Kofi Annan, fyrrverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, að það væri ekki hægt að eiga í pólitískum samskiptum í Sýrlandi á meðan vopnaðir hryðjuverkahópar væri virkir. Þarna vísar hann til vopnaðra andspyrnu í Sýrlandi sem hefur reynt að koma al-Assad frá völdum. 10.3.2012 13:49 Venizelos fagnar nýju tækifæri „Í fyrsta sinn í sögu landsins höfum við tækifæri á að draga verulega úr skuldum ríkisins,“ sagði Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, þegar hann kynnti niðurstöður viðræðna við helstu lánardrottna ríkisins úr einkageiranum í gærmorgun. 10.3.2012 12:00 Kofi Annan reynir að miðla málum í Sýrlandi Kofi Annan, sérlegur sendimaður Sameinuðu Þjóðanna og Arababandalagsins, mun funda með Bashar al Assad Sýrlandsforseta í Damaskus í dag, degi eftir að sýrlenski stjórnarherinn felldi sextíu og átta manns hið minnsta í borginni Homs. 10.3.2012 10:30 Páfinn varar við hjónaböndum samkynhneigðra Benedikt páfi varaði við giftingum samkynhneigðra í ræðu sinni sem hann hélt í tilefni þess að bandarískir biskupar eru í heimsókn í Vatíkaninu. 10.3.2012 10:16 Tvífari Kim Jong-il á erfitt með að komast á stefnumót William Cheong frá Bretlandi hefur ekki farnast vel í ástarlífinu. Hann hefur átt afar erfitt með að komast á stefnumót enda er hann nauðalíkur Kim Jong-il, fyrrverandi leiðtoga Norður-Kóreu. 9.3.2012 23:00 Bardagamaður réðst gegn ræningjum með spjóti Neil Ashton tók á móti innbrotsþjófum með tveggja metra spjóti og margra ára reynslu af klassískum skylmingum þegar þeir hugðust fara ránshendi um krá hans í Rochdale á Bretlandi. 9.3.2012 22:00 Titanic í nýju ljósi Vísindamenn hafa birt sónarmyndir af áætlunarskipinu Titanic sem sökk fyrir tæpum 100 árum. Myndirnar sína slysstaðinn af mikilli nákvæmni og varpa nýju ljósi á skipsbrotið. 9.3.2012 21:30 Setrið úr Home Alone slegið á 1.5 milljón dollara Húsið úr kvikmyndinni Home Alone frá 1990 hefur loks verið selt. Eigendur hússin fengu rúmlega 1.5 milljón dollara fyrir glæsihýsið en það er margfalt minna en það sem upphaflega var farið fram á. 9.3.2012 20:30 Bild hættir að birta nektarmyndir Þýska æsifréttablaðið Bild hefur ákveðið að snúa baki við áralangri hefð sinni að birta ljósmyndir af nöktum konum á forsíðunni. Hefðin er rótgróin og hefur verið við lýði í 28 ár. 9.3.2012 13:58 Obama fagnar Kony 2012 herferðinni Barack Obama, Bandaríkjaforseti, fagnar Kony 2012 herferðinni og segir kvikmyndagerðamennina sem standa að baki verkefninu hafa unnið mikið afrek. 9.3.2012 13:20 Hugsanlegt að afbrýðissemi hafi fellt Osama bin Laden Það er vel hugsanlegt að Osama bin Laden fyrrum leiðtogi al-Kaída hafi fallið vegna afbrýðissemi einnar af eiginkonum sínum. 9.3.2012 09:46 Sjófuglum hefur fækkað verulega í heiminum Ný rannsókn bendir til að fækkun sjófugla sé ekki eingöngu bundin við Ísland heldur sé þetta orðið að vandamáli um allan heim. 9.3.2012 07:43 Grænlendingar furða sig á Greenpeace í Noregi Grænlendingar furða sig á því að Greenpeace samtökin í Noregi eru farin að krefjast þess að öll fyrirhuguð olíuvinnsla við Grænland verði stöðvuð. Hinsvegar sjái Greenpeace í Noregi ekkert athugavert við að Norðmenn sjálfir séu að bora eftir olíu í Barentshafi. 9.3.2012 07:40 Upprættu alþjóðlegan barnaklámshring Lögreglan í Bandaríkjunum og Ítalíu hefur upprætt alþjóðlegan barnaklámshring. Tíu manns voru handteknir í Bandaríkjunum, Ítalíu, Frakklandi og Portúgal vegna málsins og yfir 100 manns eru þar að auki til rannsóknar vegna aðildar sinnar að hringnum. 9.3.2012 07:38 Oxfam vara við hungursneyð í vesturhluta Afríku Alþjóðasamtökin Oxfam sem berjast gegn fátækt í heiminum segja að grípa verði til bráðaaðgerða til að koma í veg fyrir mikla hungursneyð í vesturhluta Afríku. 9.3.2012 07:22 Ítalir reiðir í garð Breta eftir að gíslabjörgun fór í vaskinn Ítölsk stjórnvöld eru reið út í Breta vegna þess að björgun tveggja gísla í Nígeríu í gær endaði með því að þeir báðir fórust en um var að ræða Breta og Ítala. 9.3.2012 07:09 Sex ömmur keppa fyrir Rússland í Eurovision Framlag Rússlands til söngvakeppninnar Eurovision í ár verða sex ömmur sem allar eru komnar vel á sjötugsaldurinn. 9.3.2012 06:57 Á fjórða þúsund enn saknað í Japan Efnt verður til bænastundar í Grensáskirkju á sunnudag í tilefni af því að eitt ár er liðið frá því að öflugur jarðskjálfti skók norðausturhluta Japan. 9.3.2012 05:00 Tóku á sig afskriftir fyrir Grikki Grikkland náði í gær mikilvægum áfanga í baráttunni við skuldavanda þegar lánadrottnar ríkissjóðs í einkageirunum samþykktu niðurfærslu og breytingu skulda. 9.3.2012 03:15 Svifdrekamaður barðist við hákarla í tvo daga Pólskur svifdrekamaður barðist fyrir lífi sínu í tvo daga eftir að hann hrapaði yfir Rauðahafi. Hann háði grimma viðureign við hákarla sem sóttu að honum. 8.3.2012 23:15 Strandgestir björguðu höfrungum Strandgestir í Brasilíu komu 20 höfrungum til bjargar þegar þeir villtust af leið og enduðu upp í fjöru við Rio de Janeiro í gær. 8.3.2012 22:30 Ráðgáta hvað olli dauða tvíburasystra í Kaliforníu Lögreglan í Bandaríkjunum hefur loks haft upp á ættingjum tvíbura sem létust með stuttu millibili á heimili sínu á afskekktu svæði í Kaliforníu. Síðustu áratugi höfðu konurnar lítið sem ekkert samband við umheiminn. 8.3.2012 22:00 Heimildarmynd um Obama væntanleg Barack Obama, Bandaríkjaforseti, mun opinbera nýja heimildarmynd 15. mars næstkomandi. Myndin er liður í kosningabaráttu forsetans en hann sækist nú eftir endurkjöri. 8.3.2012 21:30 Kony 2012 veldur fjaðrafoki í Úganda Heimildarmyndin Kony 2012, sem hefur fengið rúmlega 32 milljón áhorf á internetinu, hefur valdið talsverðum deilum í Úganda. Hjálparsamtök þar í landi segja að myndin birti ranga mynd af landinu. 8.3.2012 20:15 Ekkjur Osama Bin Laden ákærðar Ekkjur Osama Bin Ladens hafa verið ákærðar fyrir að hafa komið til Pakistan með ólögmætum hætti. Konurnar voru handsamaðir af bandarískum hermönnum í bænum Abbottabad þegar Bin Laden var felldur á síðasta ári. 8.3.2012 15:24 Nubo boðið til Danmerkur Viðskiptaráðherra Danmerkur, Pia Olsen Dyhr, hefur boðið kínverska fjárfestinum Huang Nubo til Danmerkur til þess að hann geti kynnt sér danska menningu. Viðskiptaráðherranum finnst jafnframt tilvalið að Kínverjinn heimsæki Grænland. 8.3.2012 09:00 Obama segir ástandið of flókið Bandarískir ráðamenn sjá ekki ástæðu til að hefja árásir á Sýrland, þrátt fyrir að aðgerðir sýrlenska hersins gegn mótmælendum og uppreisnarmönnum hafi kostað meira en átta þúsund manns lífið. 8.3.2012 08:30 Tunglið gæti hafa átt hlut að Titanic slysinu Ný rannsókn sýnir að tunglið gæti hafa átt hlut að máli þegar farþegaskipið Titanic sökk fyrir hundrað árum síðan. 8.3.2012 07:47 Olíumálaráðherra Sýrlands gengur í raðir uppreisnarmanna Byrjað er að kvarnast úr ríkisstjórn Bashar al-Assad leiðtoga Sýrlands. Abdo Hussameldin olíumálaráðherra landsins segir að hann hafi skilið við stjórnina og gengið til liðs við uppreisnarmenn í landinu. 8.3.2012 07:20 Norðmenn óttast risavaxna flóðbylgju í Storfjorden Ótti Norðmanna við risavaxna flóðbylgju í Storfjorden skammt frá Álasundi fer nú dagvaxandi. 8.3.2012 07:03 Mjög öflugur sólstormur skellur á jörðinni Mjög öflugur sólstormur mun skella á jörðinni í dag eða snemma í kvöld. Hann gæti valdið ýmsum truflunum en einnig óvenju kraftmiklum Norðurljósum. 8.3.2012 06:54 Ákærður fyrir tvö hryðjuverk Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hefur verið ákærður fyrir 77 morð, fjölmargar morðtilraunir og tvö hryðjuverk. Ríkissaksóknari Noregs telur Breivik ekki sakhæfan, en með þeim fyrirvara að eitthvað geti komið fram sem breyti því mati. 8.3.2012 06:45 Kominn hálfa leið að markinu Mitt Romney bætti við sig að minnsta kosti 212 kjörmönnum á „stóra þriðjudeginum“, þegar forkosningar voru haldnar í tíu ríkjum Bandaríkjanna. 8.3.2012 03:00 Myndband sem tröllríður netheimum - Veist þú hver Joseph Kony er? Þeir sem hafa verið inn á samskiptasíðum á borði við Facebook og Twitter í dag hafa eflaust orðið var við herferðina um að gera Joseph Kony frægan. Nú hafa nokkrir Íslendingar tekið sig til og stofnað síðu á Facebook sem ber heitið "Making Kony Famous Icelandic Style 2012". 7.3.2012 21:15 Sex breskir hermenn féllu í Afganistan Sex breskir hermenn féllu í suðurhluta Afganistans þegar farartæki ók á sprengju og sprakk í loft upp. Þetta er mesta mannfall sem Bretar hafa orðið fyrir í einu atviki frá því að Nimrod flugvél fórst þar árið 2006 með fjórtán manns innanborðs. 7.3.2012 14:56 Sjá næstu 50 fréttir
Tilbúinn að draga Frakkland út úr Schengen samstarfinu Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, hótar að draga Frakkland út úr Schengen samstarfinu ef Evrópusambandið herðir ekki á eftirliti sínu með ólöglegum innflytjendum. 11.3.2012 15:50
Tókýó þagnaði í eina mínútu Keisari Japans ávarpaði þjóð sína í dag þegar þess var minnst að eitt ár er liðið frá jarðskjálftinn skók landið og flóðbylgja fylgdi á eftir með þeim afleiðingum að minnst 20 þúsund manns. Þetta er í annað skiptið sem hann ávarpar þjóðina í beinni útsendingu, síðast var það skömmu eftir að jarðskjálftinn reið yfir. 11.3.2012 14:23
Skaut konur og börn með köldu blóði - minnsta kosti 16 látnir Að minnsta kosti sextán manns eru látnir eftir að bandarískur hermaður réðist á tvö heimili í Afganistan og myrti íbúa þeirra. Meðal þeirra sem hermaðurinn myrti eru konur og börn. Fimm eru slasaðir eftir árásina. 11.3.2012 13:29
Ár liðið frá náttúruhamförum í Japan Í dag er eitt ár er liðið því að jarðskjálfti upp á 9 á richter skók japanska jörð og flóðbylgja skall á landinu með þeim afleiðingum að um tuttugu þúsund létu lífið og mörg þúsund neyddust til að yfirgefa heimili sín 11.3.2012 10:08
Bandarískur hermaður fór um og skaut saklausa borgara í Afganistan Bandarískur hermaður fór um í grennd við borgina Kandahar í Afganistan í morgun og skaut á óbreytta borgara. 11.3.2012 10:20
Hátt í tvö þúsund heimilislausir eftir eldsvoða í Perú Hátt í sexhundruð heimili urðu eldsvoða að bráð í tveimur íbúðarhverfum í Lima höfuðborg Perú í gær. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi látið lífið en þarlend yfirvöld hafa reist tjaldbúðir fyrir rúmlega sextánhundruð manns sem misstu heimili sín. 11.3.2012 10:18
Dularfullur blossi í beinni útsendingu Fréttastöðin KSAZ-TV, í Phoenix í Bandaríkjunum, náði sérkennilegum blossa á myndband þegar sjónvarpskona flutti fréttir af veðri á fimmtudagsmorgun. Samkvæmt frétt AP um málið er ekki vitað hvað olli blossanum sem líkist sprengingu. 10.3.2012 23:00
Grunur að olía leki úr gámaskipi nærri ströndum Noregs Gámaskip strandaði skammt frá suðvesturströnd Noregs í gær en grunur leikur á að skipið leki olíu. Samkvæmt AP fréttastofunni var skipið með 280 þúsund lítra af olíu um borð og 67 þúsund lítra af dísel. Fjórtán manna áhöfn sem var frá Rússlandi, Filippseyjum og Úkraníu. Enginn þeirra slasaðist við strandið. 10.3.2012 14:09
Flugfreyja fríkaði út: Sagði flugvélina vera að hrapa Það varð uppi mikið fjaðrafok á alþjóðaflugvellinum í Dallas í gær þegar flugfreyja á vegum flugfélagsins American Airline tilkynnti farþegum sínum rétt fyrir flugtak að flugvélin myndi hrapa og nefndi í sömu andrá hryðjuverkaárásir. 10.3.2012 10:24
Hvítlaukssvikari dæmdur í sex ára fangelsi Írinn Paul Begley, sem var einn umsvifamesti ávaxtasali Írlands, var dæmdur í sex ára fangelsi á dögunum fyrir stórfellt skattasvindl. Hann flutti inn hvítlauk frá Kína yfir fjögurra ára tímabil en merkti vöruna sem epli. 10.3.2012 09:57
Forseti Sýrlands útilokar pólitískar viðræður Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, sagði á fundi með Kofi Annan, fyrrverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, að það væri ekki hægt að eiga í pólitískum samskiptum í Sýrlandi á meðan vopnaðir hryðjuverkahópar væri virkir. Þarna vísar hann til vopnaðra andspyrnu í Sýrlandi sem hefur reynt að koma al-Assad frá völdum. 10.3.2012 13:49
Venizelos fagnar nýju tækifæri „Í fyrsta sinn í sögu landsins höfum við tækifæri á að draga verulega úr skuldum ríkisins,“ sagði Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, þegar hann kynnti niðurstöður viðræðna við helstu lánardrottna ríkisins úr einkageiranum í gærmorgun. 10.3.2012 12:00
Kofi Annan reynir að miðla málum í Sýrlandi Kofi Annan, sérlegur sendimaður Sameinuðu Þjóðanna og Arababandalagsins, mun funda með Bashar al Assad Sýrlandsforseta í Damaskus í dag, degi eftir að sýrlenski stjórnarherinn felldi sextíu og átta manns hið minnsta í borginni Homs. 10.3.2012 10:30
Páfinn varar við hjónaböndum samkynhneigðra Benedikt páfi varaði við giftingum samkynhneigðra í ræðu sinni sem hann hélt í tilefni þess að bandarískir biskupar eru í heimsókn í Vatíkaninu. 10.3.2012 10:16
Tvífari Kim Jong-il á erfitt með að komast á stefnumót William Cheong frá Bretlandi hefur ekki farnast vel í ástarlífinu. Hann hefur átt afar erfitt með að komast á stefnumót enda er hann nauðalíkur Kim Jong-il, fyrrverandi leiðtoga Norður-Kóreu. 9.3.2012 23:00
Bardagamaður réðst gegn ræningjum með spjóti Neil Ashton tók á móti innbrotsþjófum með tveggja metra spjóti og margra ára reynslu af klassískum skylmingum þegar þeir hugðust fara ránshendi um krá hans í Rochdale á Bretlandi. 9.3.2012 22:00
Titanic í nýju ljósi Vísindamenn hafa birt sónarmyndir af áætlunarskipinu Titanic sem sökk fyrir tæpum 100 árum. Myndirnar sína slysstaðinn af mikilli nákvæmni og varpa nýju ljósi á skipsbrotið. 9.3.2012 21:30
Setrið úr Home Alone slegið á 1.5 milljón dollara Húsið úr kvikmyndinni Home Alone frá 1990 hefur loks verið selt. Eigendur hússin fengu rúmlega 1.5 milljón dollara fyrir glæsihýsið en það er margfalt minna en það sem upphaflega var farið fram á. 9.3.2012 20:30
Bild hættir að birta nektarmyndir Þýska æsifréttablaðið Bild hefur ákveðið að snúa baki við áralangri hefð sinni að birta ljósmyndir af nöktum konum á forsíðunni. Hefðin er rótgróin og hefur verið við lýði í 28 ár. 9.3.2012 13:58
Obama fagnar Kony 2012 herferðinni Barack Obama, Bandaríkjaforseti, fagnar Kony 2012 herferðinni og segir kvikmyndagerðamennina sem standa að baki verkefninu hafa unnið mikið afrek. 9.3.2012 13:20
Hugsanlegt að afbrýðissemi hafi fellt Osama bin Laden Það er vel hugsanlegt að Osama bin Laden fyrrum leiðtogi al-Kaída hafi fallið vegna afbrýðissemi einnar af eiginkonum sínum. 9.3.2012 09:46
Sjófuglum hefur fækkað verulega í heiminum Ný rannsókn bendir til að fækkun sjófugla sé ekki eingöngu bundin við Ísland heldur sé þetta orðið að vandamáli um allan heim. 9.3.2012 07:43
Grænlendingar furða sig á Greenpeace í Noregi Grænlendingar furða sig á því að Greenpeace samtökin í Noregi eru farin að krefjast þess að öll fyrirhuguð olíuvinnsla við Grænland verði stöðvuð. Hinsvegar sjái Greenpeace í Noregi ekkert athugavert við að Norðmenn sjálfir séu að bora eftir olíu í Barentshafi. 9.3.2012 07:40
Upprættu alþjóðlegan barnaklámshring Lögreglan í Bandaríkjunum og Ítalíu hefur upprætt alþjóðlegan barnaklámshring. Tíu manns voru handteknir í Bandaríkjunum, Ítalíu, Frakklandi og Portúgal vegna málsins og yfir 100 manns eru þar að auki til rannsóknar vegna aðildar sinnar að hringnum. 9.3.2012 07:38
Oxfam vara við hungursneyð í vesturhluta Afríku Alþjóðasamtökin Oxfam sem berjast gegn fátækt í heiminum segja að grípa verði til bráðaaðgerða til að koma í veg fyrir mikla hungursneyð í vesturhluta Afríku. 9.3.2012 07:22
Ítalir reiðir í garð Breta eftir að gíslabjörgun fór í vaskinn Ítölsk stjórnvöld eru reið út í Breta vegna þess að björgun tveggja gísla í Nígeríu í gær endaði með því að þeir báðir fórust en um var að ræða Breta og Ítala. 9.3.2012 07:09
Sex ömmur keppa fyrir Rússland í Eurovision Framlag Rússlands til söngvakeppninnar Eurovision í ár verða sex ömmur sem allar eru komnar vel á sjötugsaldurinn. 9.3.2012 06:57
Á fjórða þúsund enn saknað í Japan Efnt verður til bænastundar í Grensáskirkju á sunnudag í tilefni af því að eitt ár er liðið frá því að öflugur jarðskjálfti skók norðausturhluta Japan. 9.3.2012 05:00
Tóku á sig afskriftir fyrir Grikki Grikkland náði í gær mikilvægum áfanga í baráttunni við skuldavanda þegar lánadrottnar ríkissjóðs í einkageirunum samþykktu niðurfærslu og breytingu skulda. 9.3.2012 03:15
Svifdrekamaður barðist við hákarla í tvo daga Pólskur svifdrekamaður barðist fyrir lífi sínu í tvo daga eftir að hann hrapaði yfir Rauðahafi. Hann háði grimma viðureign við hákarla sem sóttu að honum. 8.3.2012 23:15
Strandgestir björguðu höfrungum Strandgestir í Brasilíu komu 20 höfrungum til bjargar þegar þeir villtust af leið og enduðu upp í fjöru við Rio de Janeiro í gær. 8.3.2012 22:30
Ráðgáta hvað olli dauða tvíburasystra í Kaliforníu Lögreglan í Bandaríkjunum hefur loks haft upp á ættingjum tvíbura sem létust með stuttu millibili á heimili sínu á afskekktu svæði í Kaliforníu. Síðustu áratugi höfðu konurnar lítið sem ekkert samband við umheiminn. 8.3.2012 22:00
Heimildarmynd um Obama væntanleg Barack Obama, Bandaríkjaforseti, mun opinbera nýja heimildarmynd 15. mars næstkomandi. Myndin er liður í kosningabaráttu forsetans en hann sækist nú eftir endurkjöri. 8.3.2012 21:30
Kony 2012 veldur fjaðrafoki í Úganda Heimildarmyndin Kony 2012, sem hefur fengið rúmlega 32 milljón áhorf á internetinu, hefur valdið talsverðum deilum í Úganda. Hjálparsamtök þar í landi segja að myndin birti ranga mynd af landinu. 8.3.2012 20:15
Ekkjur Osama Bin Laden ákærðar Ekkjur Osama Bin Ladens hafa verið ákærðar fyrir að hafa komið til Pakistan með ólögmætum hætti. Konurnar voru handsamaðir af bandarískum hermönnum í bænum Abbottabad þegar Bin Laden var felldur á síðasta ári. 8.3.2012 15:24
Nubo boðið til Danmerkur Viðskiptaráðherra Danmerkur, Pia Olsen Dyhr, hefur boðið kínverska fjárfestinum Huang Nubo til Danmerkur til þess að hann geti kynnt sér danska menningu. Viðskiptaráðherranum finnst jafnframt tilvalið að Kínverjinn heimsæki Grænland. 8.3.2012 09:00
Obama segir ástandið of flókið Bandarískir ráðamenn sjá ekki ástæðu til að hefja árásir á Sýrland, þrátt fyrir að aðgerðir sýrlenska hersins gegn mótmælendum og uppreisnarmönnum hafi kostað meira en átta þúsund manns lífið. 8.3.2012 08:30
Tunglið gæti hafa átt hlut að Titanic slysinu Ný rannsókn sýnir að tunglið gæti hafa átt hlut að máli þegar farþegaskipið Titanic sökk fyrir hundrað árum síðan. 8.3.2012 07:47
Olíumálaráðherra Sýrlands gengur í raðir uppreisnarmanna Byrjað er að kvarnast úr ríkisstjórn Bashar al-Assad leiðtoga Sýrlands. Abdo Hussameldin olíumálaráðherra landsins segir að hann hafi skilið við stjórnina og gengið til liðs við uppreisnarmenn í landinu. 8.3.2012 07:20
Norðmenn óttast risavaxna flóðbylgju í Storfjorden Ótti Norðmanna við risavaxna flóðbylgju í Storfjorden skammt frá Álasundi fer nú dagvaxandi. 8.3.2012 07:03
Mjög öflugur sólstormur skellur á jörðinni Mjög öflugur sólstormur mun skella á jörðinni í dag eða snemma í kvöld. Hann gæti valdið ýmsum truflunum en einnig óvenju kraftmiklum Norðurljósum. 8.3.2012 06:54
Ákærður fyrir tvö hryðjuverk Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hefur verið ákærður fyrir 77 morð, fjölmargar morðtilraunir og tvö hryðjuverk. Ríkissaksóknari Noregs telur Breivik ekki sakhæfan, en með þeim fyrirvara að eitthvað geti komið fram sem breyti því mati. 8.3.2012 06:45
Kominn hálfa leið að markinu Mitt Romney bætti við sig að minnsta kosti 212 kjörmönnum á „stóra þriðjudeginum“, þegar forkosningar voru haldnar í tíu ríkjum Bandaríkjanna. 8.3.2012 03:00
Myndband sem tröllríður netheimum - Veist þú hver Joseph Kony er? Þeir sem hafa verið inn á samskiptasíðum á borði við Facebook og Twitter í dag hafa eflaust orðið var við herferðina um að gera Joseph Kony frægan. Nú hafa nokkrir Íslendingar tekið sig til og stofnað síðu á Facebook sem ber heitið "Making Kony Famous Icelandic Style 2012". 7.3.2012 21:15
Sex breskir hermenn féllu í Afganistan Sex breskir hermenn féllu í suðurhluta Afganistans þegar farartæki ók á sprengju og sprakk í loft upp. Þetta er mesta mannfall sem Bretar hafa orðið fyrir í einu atviki frá því að Nimrod flugvél fórst þar árið 2006 með fjórtán manns innanborðs. 7.3.2012 14:56