Erlent

Kofi Annan reynir að miðla málum í Sýrlandi

Kofi Annan.
Kofi Annan.
Kofi Annan, sérlegur sendimaður Sameinuðu Þjóðanna og Arababandalagsins, mun funda með Bashar al Assad Sýrlandsforseta í Damaskus í dag, degi eftir að sýrlenski stjórnarherinn felldi sextíu og átta manns hið minnsta í borginni Homs.

Þá ætla fulltrúar Arababandalagsins að eiga fund með utanríkisráðherra Rússlands í Kaíró þennan laugardag en Rússar og Kínverjar beittu neitunarvaldi á ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í síðasta mánuði þess efnis að fordæma árásir sýrlenskra stjórnvalda á óbreytta borgara og um nauðsynlegar aðgerðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×