Erlent

Tvífari Kim Jong-il á erfitt með að komast á stefnumót

Cheong sagði The Daily Mail að hann hafi fagnað mikið þegar harðstjórinn féll frá. Hann var viss um að lukkan hefði snúist honum í vil.
Cheong sagði The Daily Mail að hann hafi fagnað mikið þegar harðstjórinn féll frá. Hann var viss um að lukkan hefði snúist honum í vil. mynd/The Daily Mail
William Cheong frá Bretlandi hefur ekki farnast vel í ástarlífinu. Hann hefur átt afar erfitt með að komast á stefnumót enda er hann nauðalíkur Kim Jong-il, fyrrverandi leiðtoga Norður-Kóreu.

„Ég er enn einhleypur og það væri frábært að kynnast manneskju sem ég gæti átt samleið með," sagði Cheong í viðtali við The Daily Mail. „Að líta út eins og Kim Jong-il er ekki beinlínis að hjálpa til."

Cheong er 43 ára gamall og býr í Acton í Lundúnum. Rétt eins og leiðtoginn fyrrverandi er Cheong rúmir 160 sentímetrar á hæð. Cheong á þó auðvelt með að sjá björtu hliðarnar og er leikaraferill hans loks að fara á flug. Hann hefur nokkrum sinnum brugðið sér í hlutverk Kim Jong-il og leikið í fjölda auglýsinga.

Hann sagði The Daily Mail að hann hafi fagnað mikið þegar harðstjórinn féll frá. Hann var viss um að lukkan hefði snúist honum í vil.

mynd/Facebook
„William er yndislegur maður," sagði félagi hans. „Hann er góður í sínu starfi og á skilið manneskju til að elska. Eina vandamálið er að hann er hrikalega líkur Kim Jong-il."

Cheong lék Kim Jong-il í auglýsingu fyrir danskt farsímafyrirtæki en hann hefur einnig leikið í nokkrum auglýsingum í Bandaríkjunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×