Fleiri fréttir

Vill að sharialögin gildi í Líbíu

Mustafa Abdel Jalil núverandi leiðtogi bráðabirgðastjórnar Líbíu segir að íslömsku sharialögin eigi að mynda grundvöllinn að nýrri stjórnarskrá landsins.

Besta viský heimsins kemur frá Wick

Maltviský sem bruggað er í afskekktasta brugghúsi Skotlands hefur verið valið besta viský heimsins af Viskýbiblíu Jim Murray.

Stórfjölskylda: Á 94 börn með 39 konum

Stærsta stórfjölskylda heimsins býr í Indlandi. Fjölskyldufaðurinn á 94 börn með 39 konum.Þar sem barnabörnin eru orðin 33 talsins telur þessi stórfjölskylda í allt 181 einstakling.

Yfir 200 látnir í jarðskjálftunum í Tyrklandi

Tala látinna í jarðskjálftunum í Tyrklandi í gærdag er komin yfir 200 og um 1.100 manns hafa slasast. Björgunarsveitir og almennir borgarar í borgunum Ercis og Van hafa unnið hörðum höndum í alla nótt við að bjarga fólki úr húsarústum í borginni en yfir 1.000 byggingar í henni hrundu til grunna.

Malaría er á hægu undanhaldi í heiminum

Umtalsverður árangur hefur náðst í baráttunni gegn malaríu á síðustu árum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO).

Fyrstu frjálsu kosningarnar

Fyrstu frjálsu kosningarnar í Túnis fóru fram í gær og var kjörsóknin meiri en búist hafði verið við. Kosið var úr hópi 217 þingmanna um hverjir þeirra mynduðu nýja bráðabirgðaríkisstjórn og semdu í framhaldinu nýja stjórnarskrá fyrir landið.

Finnar verða gestgjafar

Finnar verða gestgjafar á ráðstefnu á næsta ári sem miðar að því að Mið-Austurlönd verði án kjarnorkuvopna og annarra gjöreyðingarvopna. Tillaga þess efnis var lögð fram af arabaríkjum hjá Sameinuðu þjóðunum í fyrra til að þrýsta á Ísraela að losa sig við kjarnorkuvopnaforða sinn.Ekki er vitað hversu stór hann er en sumir telja að þeir hafi yfir að ráða áttatíu kjarnaoddum. Ísraelar hafa hingað til sagt að til að slíkt vopnabann yrði að veruleika þyrfti friður að ríkja á milli arabaríkja og Ísraela. - fb

Féll til jarðar í Suðaustur-Asíu

Gamall þýskur rannsóknargervihnöttur féll til jarðar einhvers staðar í Suðaustur-Asíu í gær, að sögn bandarískra vísindamanna. Allt samband hafði rofnað við hnöttinn ROSAT, sem var 2,4 tonn að þyngd og þaut í kringum jörðina á 90 mínútna fresti.

Jarðskjálfti í Tyrklandi - hús hrundu

Að minnsta kosti fimmtíu slösuðust þegar harðar jarðskjálfti, sem mældist 7,3 stig, skók austurhluta Tyrklands rétt fyrir hádegi í dag. Upptök skjálftans voru við borgina Van, við landamæri Íran, en fjölmiðlar í landinu segja að hús hafi hrunið í miðborginni. Mikil skelfing greip um sig meðal íbúa en engar fréttir hafa borist af manntjóni. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið og mældist sá stærsti 5,6 stig. Jarðskjálftar í landinu eru nokkuð algengir vegna brotabelta sem liggja undir landinu. Árið 1999 létust 20 þúsund manns þegar tveir stórir skjálftar skóku norðvesturhluta landsins.

Gaddafí var skotinn í höfuðið

Krufning á líki Gaddafis, fyrrum einræðisherra í Líbýu, sýnir að hann var skotinn í höfuðið. Á fimmtudaginn birtust hrikalegar myndir í fjölmiðlum um allan heim af Gaddafi í haldi uppreisnarmanna í Líbýu nær dauða en lífi. Á myndunum sást þessi fyrrum einræðisherra alblóðugur og illa farinn. Skömmu síðar var hann svo látinn. Krufning sem framkvæmd var á líki hans í morgun sýnir að banameinið var byssuskot í höfuðið. Réttarmeinafræðingarnir, sem krufðu lík Gaddafis, vildu ekki tjá sig um það hvort Gaddafi hafi látist í átökum eða verið skotinn af mjög stuttu færi. Hvorki erlendir fulltrúar né óháðir aðilar fengu að fylgjast með krufningunni. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðjanna og mannúðarsamtök eins og Amnesty vilja að dauði Gaddafis verði rannsakaður. Gaddafi var í heimabæ sínum Sirte þegar uppreisnarmenn fönguðu hann. Þeir höfðu þá setið um borgina í margar vikur en undanfarið hefur Gaddafi varist þeim í nokkrum víggirtum húsum ásamt stuðningsmönnum sínum. Með dauða Gaddafis lauk stríðinu í Líbýu sem staðið hafði í átta mánuði. Landsmenn hafa fangað ákaft á götum úti síðustu daga og hefur verið boðað til sérstakrar frelsishátíðar í dag.

Lést eftir hákarlaárás

Þrjátíu og tveggja ára bandarískur kafari lést af sárum sínum eftir að hvítahákarl réðst á hann undan ströndum vestur-Ástralíu í morgun.

Játuðu innbrot

Þrír piltar á aldrinum 17 til 21 árs hafa viðurkennt að hafa brotist þrisvar sinnum inn í sömu verslunina á höfuðborgarsvæðinu og stolið tölvum og tölvubúnaði. Tekist hefur að endurheimta þýfið að stærstum hluta og hefur því verið komið aftur í réttar hendur.

Allir hermenn farnir frá Írak fyrir árslok

Allir bandarískir hermenn í Írak verða kvaddir heim fyrir lok ársins. Þetta tilkynnti Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í dag. Næstum níu ár eru liðin frá því að George W. Bush, þáverandi forseti, skipulagði innrás inn í landið.

Auglýsingum ætlað að uppræta ofbeldi gegn konum

Hönnuðir frá Danmörku, Kosovo og Frakklandi unnu þrenn helstu verðlaunin í keppni Sameinuðu þjóðanna í Evrópu um bestu auglýsinguna í þágu baráttunnar við að uppræta ofbeldi gegn konum. Íslenski hönnuðurinn Elsa Nielsen komst í hóp þrjátíu bestu. "Ofbeldi er ekki alltaf sýnilegt“ eftir danska hönnuðinn Trine Sejthen var besta auglýsingin að mati dómnefndar en "Komdu fram við mig eins og konu“ eftir listamanninn Gjoke Gojani frá Kosovo sigraði í kosningu almennings. Þá sigraði Raphaelle Moreau í flokki keppenda undir 25 ára aldri með auglýsinguna "Orð“.

Krefjast rannsóknar á drápi Gaddafís

Kanna þarf aðdragandann að því þegar Múammar Gaddafí fyrrverandi einræðisherra Líbíu var tekinn af lífi í gær. Þetta segir talsmaður mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Óljóst er enn hvernig dauða hans bar að og segir talsmaðurinn mikilvægt að skera úr um hvort hann hafi hlotið banasár sín í bardaga eða eftir að hann var handsamaður.

Gaddafi grafinn á leynilegum stað í dag

Ákveðið hefur verið að grafa Muammar Gaddafi fyrrum leiðtoga Líbíu á leynilegum stað í dag. Þetta kemur fram í máli talsmanns bráðabirgðastjórnar Líbíu í samtali við norska blaðið Verdens Gang.

ETA segjast hætt öllu vopnaskaki

ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, batt í gær enda á vopnaða sjálfstæðisbaráttu sem staðið hefur í 43 ár og kostað 829 mannslíf.

Chavez segist vera orðinn frískur

Hugo Chavez, forseti Venezuela, sagðist vera laus við krabbamein eftir að hann sneri heim frá læknisskoðun á Kúbu. Hann hefur verið í erfiðum lyfjameðferðum upp á síðkastið og fór í skurðaðgerð fyrir fjórum mánuðum,eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC. Chavez segir að meðferðin hafi gengið vel. „Ég er laus við öll veikindi," sagði Chavez við íbúa Venesúela eftir að hann kom til bæjarins La Fria í vesturhluta Venesúela.

Leiðtogi uppreisnarmanna staðfestir fall Gaddafís

Forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnarinnar í Líbíu hefur nú staðfest að Múammar Gaddafí, einræðisherra landsins til fjörutíu ára, hafi verið skotinn til bana fyrir utan bæinn Sirte í dag. Mahmoud Jibril starfandi forsætisráðherra landsins hélt blaðamannafund í höfuðborginni Trípólí þar sem hann staðfesti fréttirnar og sagði hann um leið að nú væri tími til kominn að koma á fót nýrri sameinaðri Líbíu.

Þúsundir mótmæla í Aþenu

Þúsundir mótmælenda hafa nú safnast saman fyrir framan þinghúsið í Grikklandi en í dag munu þingmenn greiða atkvæði um aðgerðir í efnahagsmálum. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu bíður lögreglan grá fyrir járnum en í gær brutustu út mikil átök. Í dag er annar dagur verkfalls á almennum vinnumarkaði í Grikklandi.

Gaddafí fallinn - myndir birtar af líkinu

Varað er við myndum með þessari frétt. Reuters fréttastofan hefur eftir Abdel Majid talsmanni uppreisnarmanna í Líbíu að Gaddafí hafi særst skotsári á höfði sem hafi dregið hann til dauða. Þetta hefur þó ekki verið formlega staðfest fremur en fyrri fregnir. Majid fullyrti fyrir hádegið að Gaddafí hafi verið handsamaður og að hann hafi særst á báðum fótum.

Gaddafí handsamaður - særður á báðum fótum

Talsmenn Líbíska þjóðarráðsins, bráðabirgðastjórnar uppreisnarmanna í landinu segja að Múammar Gaddafí fyrrverandi einræðisherra landsins hafi verið handsamaður. Fréttastofa Reuters hefur eftir talsmönnunum að einræðisherrann sé á lífi en að hann hafi særst á báðum fótum.

Lýsa yfir fullnaðarsigri í Sirte

Hersveitir bráðabirgðarstjórnarinnar í Líbíu segjast hafa náð fullu valdi á borginni Sirte fæðingarbæ Múammars Gaddafís fyrrverandi einræðisherra. Sirte var síðasta vígi stuðningsmanna Gaddafís og hafa harðir bardagar geisað í borginni síðustu vikur. Nú hafa fánar uppreisnarmanna verið dregnir að húni á byggingum í miðborg Sirte og fullnaðarsigri verið lýst yfir.

Elísabet Bretadrottning heimsækir Ástralíu

Elísabet II Bretlandsdrotting er nú stödd í 10 daga opinberri heimsókn til Ástralíu en hún kom til landsins í gærdag. Talið er að þetta sé síðasta opinbera heimsókn drottningarinnar til Ástralíu vegna þess hve öldruð Elísabet er orðin en hún er 85 ára gömul.

Vilja sakhæfi aftur upp í 15 ár

Dönsk stjórnvöld áforma að hækka sakhæfisaldur aftur úr 14 árum upp í 15 ár. Stjórn Venstre og Íhaldsflokksins færði aldurinn niður fyrir um einu ári. Talsmaður Venstre segir við danska ríkisútvarpið að ekki sé gert ráð fyrir fangelsisdómum yfir 14 ára börnum, heldur séu önnur úrræði til staðar þegar dómur hafi verið kveðinn upp. Stjórnin svarar því hins vegar til að hingað til hafi lækkun sakhæfisaldurs ekki skilað neinum árangri.

Gröf með báti og vopnum

Heillegt bátskuml hefur fundist í Skotlandi, á afskekktum skaga sem nefnist Ardnamurchan. Talið er að víkingahöfðingi hafi verið grafinn þar ásamt báti sínum, exi, sverði og spjóti. Kumlið er líklega meira en þúsund ára gamalt, en þetta er fyrsta heillega víkingakumlið sem finnst í Bretlandi og þykir þessi fornleifafundur því afar merkilegur. Reynt er að afla vitneskju um samfélagsþróun á þessum slóðum frá víkingatímanum.

Ríkari krafa um að villidýr verði látin í friði

Harmleikurinn í Zanesville í Ohio í Bandaríkjunum í dag, þar sem fjölda villidýra var sleppt, svo elt aftur uppi og skotin, veldur því að ríkari krafa verður um að einstaklingum verði bannað að halda slík dýr. Greint var frá því í dag að karlmaður á sjötugsaldri hefði hleypt dýrunum, sem hann hélt á bóndabýli sínu, út úr prísund sinni. Um var að ræða ljón, tígrisdýr og birni, svo fátt eitt sé nefnt. Maðurinn fyrirfór sér svo síðan.

George Clooney ætlar ekki í atvinnustjórnmál

Hollywoodleikarinn og hjartaknúsarinn George Clooney ætlar ekki að gera stjórnmál að atvinnu sinni. Hann ætlar, eftir sem áður, að taka þátt í stjórnmálum af hliðarlínunni. Ástæðan fyrir þessum yfirlýsingum Clooneys er sú að hann er um þessar myndir að kynna nýja mynd sem hann leikur í og leikstýrir. Myndin heitir The Ideas of March. Í myndinni leikur hann fylkisstjóra að nafni Mike Morris, sem jafnframt tekur þátt í forkosningum fyrir forsetakjör.

Eiginkona Frakklandsforseta ól stúlku

Carla Bruni, eiginkona Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, ól stúlkubarn klukkan sex í dag að íslenskum tíma. Frönsk blöð segja að margmenni hafi safnast saman fyrir utan La Muette fæðingardeildina áður en hún fæddi.

Fjöldi villidýra skotinn

Það varð uppi algjör ringulreið í Zanesville í Ohio þegar villidýr sem voru lokuð inni á einum bænum þar sluppu út. Lögregluna grunar að bóndinn á bænum, Terry Thompson, hafi sleppt dýrunum og svo svipt sig lífi. Um 50 manna lögreglulið fór strax á stúfana og skaut að minnsta kosti þrjátíu dýr. Þar á meðal voru ljón, tígrisdýr, úlfar og birnir.

Bensínsprengjum varpað í Aþenu

Grikkir hentu bensínsprengjum að lögreglumönnum í Aþenu í dag og lögreglan svaraði með táragasi. Gríska þingið ræðir nú frumvarp sem gerir ráð fyrir tímabundnum uppsögnum þrjátíu þúsund stöðugilda í opinbera kerfinu og niðurskurð á lífeyri og launakjörum. Atvinnulífið í Grikklandi lamaðist jafnframt í dag en þar hófst tveggja daga verkfall á almennum vinnumarkaði svo allt flug hefur legið niðri og mikil röskun hefur verið á almenningssamgöngum, í skólum og verslunarþjónustu.

Svíar ósammála um brottvísun 91 árs konu

Yfirvöld í Svíþjóð frestuðu því á síðustu stundu í gær að senda 91 árs gamla úkraínska konu úr landi. Ákvörðunin var tekin eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu ákvað að taka mál konunnar fyrir.

Sjá næstu 50 fréttir