Fleiri fréttir

Svíakóngur ekki í mál útaf bókinni

Gústaf Adolf konungur Svíþjóðar hyggst ekki höfða mál á hendur höfundunum þremur sem hafa skrifað um hann bersögla bók. Þar er meðal annars fullyrt að hann hafi haldið framhjá Sylvíu drottningu og stundað allskonar annan ólifnað.

Enginn lifði af flugslys í Pakistan

Allir 22 um borð fórust þegar lítil leiguflugvél hrapaði til jarðar í Pakistan aðeins mínútu eftir flugtak frá hafnarborginni Karachi í gærkvöldi.

Qantas telur að hönnunargalli hafi valdið vélarbilun

Talsmenn Qantas flugfélagsins í Ástralíu segja að vélarbilun vegna hönnunargalla hafi líklega valdið því að breiðþota af gerðinni Airbus 380 nauðlenti í Singapore í gær eftir að einn hreyfill þotunnar sprakk skömmu eftir flugtak.

Hungurverkfall í heilan áratug

Irom Shamala, 38 ára gömul indversk kona, hefur ekki sjálfviljug sett mat inn fyrir varir sínar síðan 4. nóvember árið 2000. Í gær hafði hún því verið í hungurverkfalli í heilan áratug.

Gaf sjálfur leyfi til pyntinga

George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segist sjálfur bera ábyrgð á ákvörðun um að vatnspyntingar voru notaðar við yfirheyrslur á fanga sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásum á Bandaríkin haustið 2001.

Ástkonur tilbúnar að vitna gegn Svíakóngi

Ný bók um Karl Gústaf konung Svíþjóðar hefur valdið miklu uppámi í landinu. Þar er því meðal annars haldið fram að konungur hafi margsinnis haldið frahjá Sylvíu drottningu.

Quantas kyrrsetur risaþotur sínar

Ástralska flugfélagið Quantas hefur sett flugbann á allan flota sinn af Airbus risaþotum sinn eftir að mikil sprenging varð í hreyfli skömmu eftir flugtak í gærkvöldi. Fjögurhundruð og sextíu manns voru um borð.

Kraftaverkabarn í París

Átján mánaða gamalt barn fékk ekki einusinni skrámu þegar það féll niður af sjöundu hæð á húsi í útjaðri Parísar í gær. Þetta var drenghnokki sem var að leika við fjögurra ára gamla systur sína úti í glugga þegar hann datt.

Flóðin í rénun

Gríðarleg flóð í suðurhluta Taílands voru í rénun í gær eftir úrhelli fyrri hluta vikunnar. Borgin Hat Yai fór á kaf í flóðunum og var vatnsdýptin á götum borgarinnar um þrír metrar á tímabili.

Kjósendur hafa sett Obama skorður

Barack Obama Bandaríkjaforseti segist vonast til þess að geta starfað með nýjum meirihluta Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild, einkum á sviði orkumála og menntamála.

Tortímandinn snýr ekki aftur

Arnold Schwarzen­egger, kvikmyndaleikari og fráfarandi ríkisstjóri repúblíkana í Kaliforníu, þarf að sjá á eftir ríkisstjórasætinu í hendur demókratans Jerry Brown eftir kosningarnar á þriðjudag.

Líkir Cheney við Svarthöfða

George W. Bush segir að sér hafi liðið illa þegar í ljós kom að engin gjöreyðingarvopn fundust í Írak eftir innrás Bandaríkjanna og bandalagsríkja í landið. Þetta kemur fram í nýrri ævisögu, þar sem hann ver þá ákvörðun að ráðast inn í landið.

Meira en sjötíu þúsund á flótta

Meira en 70 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldgoss í Merapi-eldfjallinu í Indónesíu. Rýmingarsvæðið var stækkað í gær eftir miklar sprengingar í fjallinu.

Sendiráð ríkjanna verði samnýtt

Samstarf Norðurlandanna um utanríkisþjónustu verður aukið á næstunni, meðal annars með því að norrænu ríkin reki sameiginlegar sendiskrifstofur eða bjóði sendifulltrúum annarra Norðurlanda aðstöðu þar sem eitt eða fleiri þeirra hafa nú þegar sendiskrifstofu.

Sprengjur sendar á sendiráð í Aþenu

Grísk stjórnvöld hafa stöðvað tímabundið allar bögglasendingar frá Grikklandi eftir að í það minnsta ellefu sprengjur voru sendar sendiráðum í Aþenu og evrópskum þjóðarleiðtogum.

Foreldrar Maddie vilja nýja lögreglurannsókn

Foreldrar Madeleine McCann eru að hefja undirskriftarsöfnun til að þrýsta á yfirvöld í Bretlandi og í Portúgal að skoða að nýju gögn sem snerta rannsókn á máli hennar.

Íranska konan hengd í dag

Íranska konan sem var dæmd til að vera grýtt í hel verður hengd í dag, að sögn þýskra mannréttindasamtaka.

Demókratar héldu meirhlutanum í öldungadeildinni

Barack Obama bandaríkjaforseti hafði yfir litlu að gleðast í gærkvöldi þegar úrslitin úr þingkosningunum fóru að berast. Hann getur þó huggað sig við það að Demókratar héldu meirihluta sínum í öldungadeildinni þó naumlega væri.

Danir sagðir brjóta norrænar reglur

Þing Norðurlandaráðs var sett í gær. Deilt um framferði danskra stjórnvalda gagnvart innflytjendum frá hinum Norðurlöndunum sem þurfa félagslega aðstoð.

Áður óþekkt trúnaðartraust

Bretar og Frakkar undirrituðu í gær samning til fimmtíu ára um náið samstarf í varnar- og öryggismálum. Samningurinn felur meðal annars í sér samnýtingu flugmóðurskipa, sameiginlega viðbragðssveit sem skipuð verður tíu þúsund hermönnum beggja ríkja, og nána samvinnu um kjarnorkuvopn.

Stutt í fyrstu tölur

Búist er við því að fyrstu niðurstöður í þingkosningunum í Bandaríkjunum verði kunngjörð um ellefuleytið að íslenskum tíma.

Þýskalandskanslari fékk senda sprengju

Sprengiefni var í böggli sem fannst á skrifstofu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í dag. Þetta hefur þýska blaðið Berliner Morgenpost eftir upplýsingum úr þýsku leyniþjónustunni.

Fréttaskýring: Bandaríkjamenn vita ekki um skattalækkun

Bandarískir kjósendur telja að skattar hafi hækkað, þegar þeir hafa í raun lækkað. Þetta segir Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Þessar hugmyndir kjósenda, hafi, ásamt öðru, mikil áhrif á hvað fólk kjósi í þingkosningunum vestra.

Rosastórt gat

Talið er að það þurfi minnst 40 þúsund tonn af jarðefnum til þess að fylla upp í gríðarlegt jarðfall sem varð í bænum Smalkalden í austurhluta Þýskalands síðastliðna nótt.

Af hverju fuglar fljúga á raflínur

Milljónir fugla drepast árlega þegar þeir fljúga á rafmagnslínur. Reynt hefur verið að laga þetta með því að festa endurskinsmerkingar á línur, en það hefur skilað takmörkuðum árangri.

Obama spáð sögulegum ósigri

Það er algengt í Bandaríkjunum að ríkjandi flokkur tapi þingsætum og ríkisstjórastólum í þingkosningunum sem haldnar eru á miðju fyrra kjörtímabili forsetans.

Sjá næstu 50 fréttir