Erlent

Af hverju fuglar fljúga á raflínur

Óli Tynes skrifar
Ekki líta niður.
Ekki líta niður.

Milljónir fugla drepast árlega þegar þeir fljúga á rafmagnslínur. Reynt hefur verið að laga þetta með því að festa endurskinsmerkingar á línur, en það hefur skilað takmörkuðum árangri. Vísindamenn hafa nú komist að því að sumar tegundir fugla eru í meiri hættu en aðrar. Það fer bæði eftir höfuðlagi og matarvenjum. Hegrar og storkar sem eru með langan gogg eru í sérstakri hættu sem og aðrar tegundir sem eru líkt skapaðar.

Hættulegt að horfa til jarðar

Fuglar hafa yfirleitt góða sjón og eiga ekki í neinum vandræðum með að sjá raflínur úr talsverðri fjarlægð. Sumar tegundir horfa hinsvegar meira til jarðar en aðrar á flugi. Til þess að gá að öðrum fuglum eða leita að bráð. Við þetta myndast blindur punktur beint framfyrir sem verður til þess að fuglarnir sjá ekki línurnar.

Samstundis grillaðir

Meira um fugla og rafmagnslínur. Margir hafa velt því fyrir sér af hverju fuglar drepast ekki þegar þeir setjast á rafmagnslínur. Stutta svarið er að rafmagnið leiðir ekki í gegnum þá. Það er ekkert jarðsamband. Meðan fuglinn situr á einni línu er allt í lagi. Ef um er að ræða stóran fugl með mikið vænghaf er hinsvegar hætta fyrir hendir. Ef hann rekur væng utan í aðra línu þegar hann er að hefja sig til flugs er hann samstundis grillaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×