Erlent

Fréttaskýring: Bandaríkjamenn vita ekki um skattalækkun

Bandarískir kjósendur telja að skattar hafi hækkað, þegar þeir hafa í raun lækkað. Þetta segir Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Þessar hugmyndir kjósenda, hafi, ásamt öðru, mikil áhrif á hvað fólk kjósi í þingkosningunum vestra.

Kosið er til fulltrúadeildar og öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Því er spáð að repúblíkanar vinni sigur í fulltrúadeild þingsins, en að demókratar haldi líklega naumum meirihluta í öldungadeildinni.

Magnús Sveinn segir að enda þótt þingið hafi gjarnan unnið með forsetanum, verði sjálfsagt lítið um það nú, nái repúblíkanar meirihluta í fulltrúadeildinni.

Ingimar Karl Helgason, fréttamaður Stöðvar 2, fjallar um bandarísku þingkosningarnar og ræðir við Magnús Svein um hvað sé framundan, teboðshreyfinguna, hvar spennan sé mest, efnahagsástandið og þátt fjölmiðlanna í kosningunum vestra.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×