Erlent

Bretar og Frakkar slá saman herjum

Óli Tynes skrifar
Bon sjúr. Good morning.
Bon sjúr. Good morning.

Bretar og Frakkar munu í dag undirrita samning um nánari hernaðarsamvinnu en áður hefur þekkst. Þeir munu deila flugmóðurskipum, sameiginlegum bráðahersveitum og kjarnorkurannsóknarstofum.

Bretar hafa á undanförnum árum verið að smíða gríðarlega fullkomna tundurspilla og eru að hefja smíði á tveim stórum flugmóðurskipum.

Niðurskurður til varnarmála hefur hinsvegar leitt til þess að þeir hafa hvorki efni á að setja vopn um borð í tundurspillana né flugvélar um borð í flugmóðurskipin. Því þykir þeim samvinna við Frakka góður kostur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×