Erlent

Tortímandinn snýr ekki aftur

Arnold Schwarzenegger hefur lítið gefið upp um framtíðaráformin nú þegar hann víkur úr sæti ríkisstjóra.
Nordicphotos/AFP
Arnold Schwarzenegger hefur lítið gefið upp um framtíðaráformin nú þegar hann víkur úr sæti ríkisstjóra. Nordicphotos/AFP
Arnold Schwarzen­egger, kvikmyndaleikari og fráfarandi ríkisstjóri repúblíkana í Kaliforníu, þarf að sjá á eftir ríkisstjórasætinu í hendur demókratans Jerry Brown eftir kosningarnar á þriðjudag.

Schwarzenegger er trúlega best þekktur fyrir túlkun sína á vélmenninu Tortímandanum úr samnefndum kvikmyndum. Hann hafði setið í stóli ríkisstjóra í tvö kjörtímabil og mátti því ekki bjóða sig fram í þriðja skipti.

Árin sem Schwarzenegger sat sem ríkisstjóri þóttu öðru fremur einkennast af gríðarlegum fjárhagsvanda Kaliforníu, sem nýkjörinn ríkisstjóri fær nú í arf frá vöðvatröllinu vinalega.- bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×