Erlent

Kaliforníubúar höfnuðu því að gera marijúana löglegt

Kaliforníubúar höfnuðu því að gera marijúana löglegt í ríkinu í þingkosningunum í gær. Um er að ræða svokallaða Tillögu 19 sem kosið var um samhliða þingkosningunum.

Samkvæmt frétt á CNN voru 57% Kaliforníubúa á móti tillögunni. Þetta er nokkuð hærra hlutfall en skoðanakannanir gáfu til kynna.

Þess ber að geta að það hefur verið löglegt að rækt og nota marijúana til lækninga í Kaliforníu síðan árið 1996.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×