Erlent

Þýskalandskanslari fékk senda sprengju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Angela Merkel fékk senda sprengju. Mynd/ afp.
Angela Merkel fékk senda sprengju. Mynd/ afp.
Sprengiefni var í böggli sem fannst á skrifstofu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í dag. Þetta hefur þýska blaðið Berliner Morgenpost eftir upplýsingum úr þýsku leyniþjónustunni.

Böggullinn hafði verið sendur á skrifstofuna og var nafn kanslarans ritað á hann. Gríska efnahagsráðuneytið var skráður sendandi. Lögreglumenn eru nú að rannsaka böggulinn gaumgæfilega.

Merkel kanslari er í Belgíu og var því ekki á skrifstofunni þegar að böggullinn fannst þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×