Erlent

Hjón í erfiðleikum seldu handskrifað bréf frá Barack Obama

Bandarísk hjón sem glíma við mikla erfiðleika hafa selt handskrifað bréf til sín frá Barack Obama.

Hjónin, Jason og Jennifer Cline komust í sviðsljós fjölmiðla í desember í fyrra þegar Jennifer skrifaði bréf til Hvíta hússins þar sem hún lýsti þeirri reynslu að hafa tapað atvinnu sinni sem lyfjatæknir og neyðst á sama tíma til að fara í meðferð vegna húðkrabbameins án þess að hafa nokkra sjúkatryggingu til að mæta kostnaðinum.

Barack Obama ákvað að svara þeim hjónum með handskrifuðu bréfi með bréfhaus Hvíta hússins. Þar segir hann meða annars að ástandið eigi eftir að lagast.

Obama segir að ástandið sé erfitt en að vita af fólki eins Jennifer og eiginmanni hennar sannfæri sig um að staðan muni batna.

Þau hjónin fengu 7.000 dollara eða tæplega 800.000 kr. fyrir bréfið og segir Jason í samtali við bandaríska fjölmila að sú upphæð nægi þeim hjónum til að þrauka af veturinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×