Erlent

Repúblikanar unnu stórsigur í þingkosningunum

Repúblikanar unnu stórsigur í þingkosningunum í gærdag og tryggðu sér öruggann meirihluta í fulltrúadeild þingsins.

Demókrötum tókst hinsvegar með naumindum að halda meirihluta sínum í öldungadeildinni, eru með 51 þingmann þar á móti 49 þingmönnum Repúiblikana.

Í fulltrúadeildinni bættu Repúblikanar við sig a.m.k. 57 þingsætum og er þetta stærsti kosningasigur í sögu Bandaríkjanna síðan 1948 þegar Demókratar unnu 75 þingsæti í fulltrúadeildinni.

Ekki er búið að telja í öllum ríkjum en ljóst að Repúblikanar eru með rúmlega 240 þingsæti af 435 í fulltrúadeildinni.

Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni segir að fyrsta verk hins nýja meiihluta verði að afnema nýja löggjöf Obama í heilbrigðismálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×