Erlent

Áður óþekkt trúnaðartraust

Leiðtogar Frakka og Breta með samninginn á milli sín. nordicphotos/AFP
Leiðtogar Frakka og Breta með samninginn á milli sín. nordicphotos/AFP
Bretar og Frakkar undirrituðu í gær samning til fimmtíu ára um náið samstarf í varnar- og öryggismálum. Samningurinn felur meðal annars í sér samnýtingu flugmóðurskipa, sameiginlega viðbragðssveit sem skipuð verður tíu þúsund hermönnum beggja ríkja, og nána samvinnu um kjarnorkuvopn.

„Þessi ákvörðun á sér engin fordæmi,“ sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti, „og hún sýnir trúnað og traust milli ríkjanna á því stigi, að áður hefur ekki þekkst í sögunni.“ Það var Sarkozy sem undirritaði samninginn í London í gær ásamt David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.

Samningurinn er að hluta tilkominn vegna brýnnar nauðsynjar beggja ríkjanna til að draga harkalega saman útgjöld ríkisins í heimskreppunni.

Cameron sagði á ríkisstjórnarfundi að samvinna ríkjanna um tilraunir með kjarnorkuvopn muni ein og sér spara breskum stjórnvöldum hundruð milljóna punda. - gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×