Erlent

Flóðin í rénun

Vatnshæðin var mest um þrír metrar á götum borgarinnar Hat Yai í Suður-Taílandi. Fréttablaðið/AP
Vatnshæðin var mest um þrír metrar á götum borgarinnar Hat Yai í Suður-Taílandi. Fréttablaðið/AP
Gríðarleg flóð í suðurhluta Taílands voru í rénun í gær eftir úrhelli fyrri hluta vikunnar. Borgin Hat Yai fór á kaf í flóðunum og var vatnsdýptin á götum borgarinnar um þrír metrar á tímabili.

Hermenn aðstoðuðu fólk við að komast leiðar sinnar, en rafmagnslaust er enn á stórum svæðum og farsímasamband takmarkað.

Engar fréttir hafa borist af manntjóni í flóðunum en taílenskir fjölmiðlar segja í það minnsta einn mann hafa farist.- bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×