Erlent

Demókratar héldu meirhlutanum í öldungadeildinni

Barack Obama bandaríkjaforseti hafði yfir litlu að gleðast í gærkvöldi þegar úrslitin úr þingkosningunum fóru að berast. Hann getur þó huggað sig við það að Demókratar héldu meirihluta sínum í öldungadeildinni þó naumlega væri.

Hann mátti þó sjá á eftir gamla þingsætinu sínu í Illinois í hendur Repúblikana. Að Demókratar halda meirihluta sínum í öldungadeildinni má þakka því að Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni hélt þingsæti sínu í Nevada eftir mjög tvísýna baráttu þar við Sharron Angle og Barbara Boxer hélt þingsæti sínu í Kaliforníu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×