Erlent

Stutt í fyrstu tölur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Beðiið er eftir niðurstöðum um það hverjir hljóta hin eftirsóknarverðu sæti í Washington DC. Mynd/ AFP.
Beðiið er eftir niðurstöðum um það hverjir hljóta hin eftirsóknarverðu sæti í Washington DC. Mynd/ AFP.
Búist er við því að fyrstu niðurstöður í þingkosningunum í Bandaríkjunum verði kunngjörðar um ellefuleytið að íslenskum tíma.

Kosningu lauk í nokkrum fylkjum á austurströndinni klukkan tíu í kvöld, eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC. Kosningaspár gera ráð fyrir að demókratar haldi ef til vill meirihluta í öldungadeildinni en að Repúblikanar vinni meirihluta í fulltrúadeildinni.

Kosið er um öll 435 sætin í fulltrúadeildinni, sem er neðri deild Bandaríkjaþings, og 37 sæti af 100 í öldungadeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×