Fleiri fréttir

Nú verður gaman kellíng

Breski uppistandarinn Stephen Grant kvæntist Annelise Holland árið 2005. Hann er nú 37 ára og hún 33.

Trylltust yfir klippingu

Lögreglan í danska smábænum Vordingborg var kölluð út í gær þegar fjölskylda trylltist yfir klippingu yngstu dótturinnar.

Equador: Herinn bjargaði forsetanum undan lögreglunni

Forseta Equador var í nótt bjargað úr umsátri en ósáttir lögreglumenn höfðu gert aðsúg að forsetanum. Forsetinn, Rafael Correa hafði verið innilokaður á spítala í höfuðborginni Quito en reiðir lögreglumenn umkringdu spítalann um í gærkvöldi.

Vafasamir brandarar bannaðir

Ný jafnréttislög voru samþykkt í tíð síðustu ríkisstjórnar Bretlands sem miða að því að rétta hlut kvenna og fatlaðra á vinnustöðum.

Nígería fagnar sjálfstæði í hálfa öld

Íbúar Nígeríu fagna því í dag að fimmtíu ár eru liðin frá því landið fékk sjálfstæði frá Bretum. Fagnaðarlætin eru þó hófstillt enda ástandið í landinu er ekki upp á það besta.

Fjölskyldur námamanna fara í mál

Fjöskyldur námamanna 33 sem enn eru fastir neðanjarðar í Chile undirbúa nú lögsókn gegn stjórnvöldum í landinu og eigendurm námunnar. Viðamikil björgunaraðgerð stendur nú yfir til þess að ná mönnunum upp á yfirborðið en fjölskyldurnar hafa samt sem áður höfðað mál og krefjast milljóna punda í skaðabætur. Fjölskyldurnar eru ósáttar við að náman skuli hafa verið opnuð á ný aðeins ári eftir að banaslys varð þar, og þrátt fyrir að öryggi hafi ekkert verið bætt í námunni, að þeirra sögn.

Kveiktu í 27 olíuflutningabílum

Óþekktir skæruliðar í Suður Pakistan réðust í morgun á lest olíuflutningabíla sem fluttu eldsneyti fyrir fjölþjóðalið NATO í Afganistan. Að minnsta kosti 27 tankbílar eyðilögðust í árásinni en hún er gerð einum degi eftir að hermenn NATO felldu þrjá pakistanska hermenn fyrir mistök.

Spenna vegna dómsúrskurðar

Lögregla og her höfðu mikinn viðbúnað í gær í bænum Ayodhya á norðanverðu Indlandi og víðar í landinu, eftir að dómstóll kvað upp þann úrskurð að múslimar og hindúar eigi að skipta á milli sín helgum stað, sem deilur hafa staðið um áratugum og jafnvel öldum saman.

Rahmbo vill verða borgarstjóri Chicago

Talið er að starfsmannastjóri Hvíta Hússins, Rahm Israeli Emanuel, bjóði sig fram til borgarstjóra Chicago árið 2011. Þetta kemur fram á vefsíðu The Daily Telagraph.

Sjálfsmorð eftir upptöku á ástarfundi

Átján ára gamall bandarískur háskólanemi framdi sjálfsmorð eftir að tvö skólasystkini hans tóku myndir af ástarfundi hans með öðrum karlkyns nemanda.

Hættið að skila glæpononum okkar

Fjórir Mexíkóskir bæjarstjórar hafa beðið Bandaríkjamenn um að hætta að skila mexíkóskum glæpamönnum yfir landamærastöðvar.

Ný Baader-Meinhof réttarhöld

Fyrrverandi liðskona Baader-Meinhof samtakanna í Þýskalandi er á leið fyrir rétt vegna morðs á saksóknara og tveim lífvörðum hans árið 1977. Verena Becker er nú 58 ára gömul.

Svört skýrsla um aðbúnað togarasjómanna í Afríku

Bresk umhverfisverndarsamtök segja að aðbúnaður sjómanna á togurum við Vestur Afríku, sé hræðilegur, og kjörum þeirra megi líkja við þrælahald. Fjögur íslensk fyrirtæki gera út togara á þessum slóðum. Öll skipin sem um ræðir hafa leyfi til að selja fisk sinn á Evrópumarkað að því er fram kemur í Breska blaðinu Guardian, sem fjallar um skýrslu samtakanna Environmental Justice Foundation í dag.

Vinsamlegast haldið ykkur fast í flugtakinu

Flugmálayfirvöld í Rússlandi rannsaka nú hvernig á því stóð að sex farþegum var hleypt um borð í flugvél í Tyrklandi án þess að til væru sæti fyrir þá.

Tony Curtis er látinn

Bandaríski leikarinn Tony Curtis er látinn, 85 ára að aldri. Hann lék í rúmlega 100 bíómyndum á ferlinum og í fjölda sjónvarpsþátta. Hann var meðal annars tilnefndur til óskarsverðlauna árið 1958 fyrir hlutverk í The Defiant Ones þar sem hann lék fanga á flótta með Sidney Poiter. Þekktasta rulla Curtis er þó án efa í Some Like it Hot þar sem hann var í aðalhlutverki ásamt Jack Lemon og Marylin Monroe.

Önnur jörð komin í leitirnar

Vísindamenn hafa uppgötvað plánetu sem þykir, af öllum þeim plánetum sem við þekkjum í dag , einna líkust þeirri sem við byggjum. Plánetan Gliese 581g er sögð í hæfilegri fjarlægð frá sól sinni þannig að töluverðar líkur séu á því að þar sé vatn í fljótandi formi.

Kim Jong-Un loksins festur á filmu

Ríkisfjölmiðlar Norður-Kóreu hafa í fyrsta sinn birt mynd af yngsta syni leiðtogans Kim Jong-Il en talið er að hann eigi að taka við kyndlinum þegar faðir hans er allur. Á myndinni sjást 200 æðstu yfirmenn kommúnistaríkisins saman komnir á landsfundi Verkamannaflokksins en fundurinn var haldinn um síðustu helgi. Þar var sonurinn, Kim Jong-Un gerður að varaformanni herráðs flokksins auk þess sem hann var kjörinn í miðstjórn. Að auki var Jong-Un hækkaður í tign innan hersins og gerður að fjögurra stjörnu hershöfðingja. Hann er 27 ára gamall.

Talið að versti pabbi í heimi eigi 15 börn með 14 konum

Talið er að hinn atvinnulausi Keith Macdonald eigi allt að fimmtán börn út um allar trissur í Bretlandi. Það var Daily mail sem upprunalega sagði frá málinu og Vísir greindi frá fyrr í mánuðinum, en Keith hefur hlotið hið vafasama viðurnefni „versti pabbi í heimi" í breskum fjölmiðlum.

Kínversk lest setur hraðamet

Kínverjar hafa skýrt frá því að ný hraðlest þeirra hafi sett hraðamet í tilraunaakstri í gærdag. Lestin á að vera í ferðum á milli borganna Shanghai og Hangzhou og venjulegur hraði hennar verður 350 kílómetrar á klukkustund.

Lést þegar fallhlífin opnaðist ekki

Áströlsk kona lést í gær í Malasíu þegar fallhlíf hennar opnaðist ekki eftir að hún stökk ofan af háhýsi í norðurhluta landsins. Konan var að æfa fyrir sýningu fallhlífastökkvara sem sérhæfa sig í að stökkva fram af byggingum og turnum. Hún hafði stokkið tvívegis um daginn en í þriðja sinnið opnaðist fallhlífin ekki og lést hún samstundis. Skýjakljúfurinn er sá annar stærsti í Malasíu, 165 metrar á hæð.

Brasilískur trúður stefnir hraðbyri á þing

Þeir sem lítið álit hafa á stjórnmálum og stjórnmálamönnum grípa oft til þess að kalla þá sem sækjast eftir pólitískum frama trúða. Í þingkosningunum í Brasilíu sem styttist í gæti hinsvegar farið svo að eiginlegur trúður nái þingsæti.

Lyfjaskortur frestar aftökum

Fresta þarf aftökum á dauðadeildum í Bandaríkjunum vegna lyfjaskorts. Alger skortur á lyfinu sodium thiopental virðist vera að skella á í Bandaríkjunum þessa dagana en lyfið er eitt fjölmargra sem notað er þegar fangar eru teknir af lífi með eitursprautu.

Þarf að skipta landsvæðum

Avigdor Lieberman, varaforsætisráðherra og utan-ríkisráðherra Ísraels, segir áratugi geta liðið áður en friðarsamningar takast við Palestínumenn.

Völdin innan fjölskyldunnar

Ljóst þykir að Kim Jong Un taki við af föður sínum, Kim Jong Il, sem leiðtogi Norður-Kóreu þegar fram líða stundir. Varla gerist það þó fyrr en faðirinn fellur frá, en heilsu hans hefur hrakað á allra síðustu árum.

Segir trúnaðarbrest skýra brottrekstur

Dmitrí Medvedev Rússlandsforseti hefur rekið Júrí Luzhkov, borgarstjóra Moskvu. Medvedev sagði trúnaðarbrest vera skýringuna á brottrekstrinum. Brottreksturinn er sagður hafa legið lengi í loftinu, en Luzhkov þáði ekki boð um að segja af sér sjálfur.

Smástirni nálgast jörðu óðfluga

Stjörnufræðingar hafa fundið smástirni sem gæti verið hættulegt jörðinni. Það fannst innan við mánuði áður en það fer hér framhjá.

Heimsstyrjöldinni lýkur á sunnudag

Það eru að vísu 92 ár síðan byssurnar þögnuðu en fyrri heimsstyrjöldinni er þó ekki formlega lokið. Það verður ekki fyrr en á sunnudag þegar Þjóðverjar borga síðustu afborgun af stríðsskaðabótum sem bandamenn gerðu þeim að greiða samkvæmt Versalasamningnum.

Sígaunar héldu 200 börnum í þrælkun

Tuttugu og sex sígaunar eru nú fyrir rétti í Rúmeníu sakaðir um að hafa rænt á annaðhundrað börnum sem voru send til Vestur-Evrópu til þess að betla og stela.

Dæmdir til dauða fyrir barnasölu

Tveir menn hafa verið dæmdir til dauða í austur Kína en þeir eru sakaður um að hafa rænt og síðan selt um 40 ungabörn. Börnin, sem öll eru drengir, eru frá héruðunum Sichuan og Yunnan og þeir voru flestir seldir til Fujian héraðs þar sem fólk borgar allt að 700 þúsund krónum fyrir dreng.

Forsetinn rak borgarstjórann í Moskvu

Dimitri Medvedev forseti Rússlands, hefur rekið borgarstjóra Moskvuborgar. Yuri Luzhkov hefur hingað til verið talinn til valdameiri stjórnmálamanna í Rússlandi en nú hafa þau skilaboð borist frá Kreml um að Luzkov njóti ekki lengur trausts forsetans.

N-Kórea: Sonurinn gerður að hershöfðingja

Sonur Kim Jong-il leiðtoga Norður Kóreu, var í nótt hækkaður í tign innan stjórnkerfis landsins og gerður að hershöfðingja. Kim Jong-un er talinn vera hálfþrítugur en lítið er vitað um hann annað en að hann hafi menntað sig í Sviss. Fastlega er búist við því að hann taki við af föður sínum áður en langt um líður en pabbinn er sagður fársjúkur.

Vill varanlegt vopnahlé

ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, er sögð vilja lýsa yfir varanlegu vopnahléi þar sem erlendir vopnaeftirlitsaðilar myndu koma við sögu.

Segist ekki hafa misnotað pilta

Presturinn Eddie Long frá Georgíu í Bandaríkjunum hefur neitað ásökunum um að hafa misnotað fjóra unga menn kynferðislega og lokkað þá til sín með gjöfum.

Kreppunni er ekki lokið

Sjötíu og fjögur prósent Bandaríkjamanna telja að kreppan sé enn við lýði í landinu samkvæmt nýrri skoðana-könnun á vegum sjónvarpsstöðvarinnar CNN.

Segir skilið við arfleifð Blairs

Ed Miliband, nýkjörinn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi, segir að arfleifð Tonys Blair eigi að heyra sögunni til.

Ofurhetja í hjólastól

Ólíkleg myndasöguhetja lítur brátt dagsins ljós, eða múslimadrengur í hjólastól með yfirnáttúrulega eiginleika.

Framhald friðarviðræðna í óvissu

Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, sagði í Frakklandi í gær að stjórnin muni bíða í að minnsta kosti viku þangað til ákvörðun verður tekin um framhald friðarviðræðna við Ísrael.

Chavez er ekki lengur einráður

Þótt stuðningsmenn Hugo Chavez, forseta Venesúela, hafi náð ótvíræðum meirihluta í þingkosningum um helgina, þá eru þeir ekki lengur með yfir 75 prósent þingsæta, sem dugði þeim til að keyra mótstöðulaust í gegnum þingið svo til hvaða mál sem þeim sýndist.

Arftaki Kim Jong-Il líklega kynntur

Félagar í Kommúnistaflokki Norður-Kóreu komu saman í gær í höfuðborginni Pjongjang til að undirbúa landsþing flokksins, sem hefst í dag. Almennt er reiknað með að Kim Jong-Il, leiðtogi flokksins, muni kynna þar yngsta son sinn, Kim Jong Un, sem arftaka sinn.

Kona grýtt í hel -vörum við þessu myndbandi

Rétt er að ítreka að þetta er mjög hrottalegt myndband og ekki fyrir viðkvæma. Arabisk sjónvarpsstöð hefur sýnt þetta myndskeið af því þegar kona er grýtt í hel í Afganistan.

Sjá næstu 50 fréttir