Erlent

Equador: Herinn bjargaði forsetanum undan lögreglunni

Rafael Correa, með gasgrímu, á leið út af sjúkrahúsinu umsetna.
Rafael Correa, með gasgrímu, á leið út af sjúkrahúsinu umsetna.

Forseta Equador var í nótt bjargað úr umsátri en ósáttir lögreglumenn höfðu gert aðsúg að forsetanum. Forsetinn, Rafael Correa hafði verið innilokaður á spítala í höfuðborginni Quito en reiðir lögreglumenn umkringdu spítalann um í gærkvöldi.

Correa þurfti að leita sér læknisaðstoðar eftir að hafa lent í táragasárás sem lögreglumenn stóðu einnig fyrir. Ástæða uppreisnar lögreglumannanna í Equador er ný lagasetning sem forsetinn hefur samþykkt sem dregur úr fríðindum opinberra starfsmanna í landinu. Lögreglumenn eru afar ósáttir við nýju lögin og hófu því óeirðir í gær sem sumir kalla tilraun til valdaráns. Fyrst sló í brínu í gær og þá fékk forsetinn táragas í augun.

Þegar hann leitaði sér aðstoðar á spítala umkringdu lögreglumennirnir bygginguna og gerðu tilraun til þess að ná til forsetans. Stjórnarherinn var þá kallaður til og kom til skotbardaga á milli hermanna og lögreglumanna og er talið að minnsta kosti tveir hafi látist í bardaganum. Það þarf varla að koma á óvart að ríkislögreglustjóri landsins hefur þegar sagt af sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×