Erlent

Lést þegar fallhlífin opnaðist ekki

Konan hafði stokkið tvisvar áður ofan af turninum.
Konan hafði stokkið tvisvar áður ofan af turninum. MYND/AFP

Áströlsk kona lést í gær í Malasíu þegar fallhlíf hennar opnaðist ekki eftir að hún stökk ofan af háhýsi í norðurhluta landsins. Konan var að æfa fyrir sýningu fallhlífastökkvara sem sérhæfa sig í að stökkva fram af byggingum og turnum. Hún hafði stokkið tvívegis um daginn en í þriðja sinnið opnaðist fallhlífin ekki og lést hún samstundis. Skýjakljúfurinn er sá annar stærsti í Malasíu, 165 metrar á hæð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×