Erlent

Forsetinn rak borgarstjórann í Moskvu

Yuri Luzhkov hefur hingað til verið talinn til valdameiri stjórnmálamanna í Rússlandi.
Yuri Luzhkov hefur hingað til verið talinn til valdameiri stjórnmálamanna í Rússlandi.

Dimitri Medvedev forseti Rússlands, hefur rekið borgarstjóra Moskvuborgar. Yuri Luzhkov hefur hingað til verið talinn til valdameiri stjórnmálamanna í Rússlandi en nú hafa þau skilaboð borist frá Kreml um að Luzkov njóti ekki lengur trausts forsetans.

Síðustu vikur hefur andað köldu á milli þeirra Medvedevs og Luzkov og hefur borgarstjórinn, sem setið hefur í embætti sínu frá árinu 1992 verið harðlega gagnrýndur af yfirvöldum. Medvedev var reyndar staddur í Kína þegar hann lét boðin út ganga og hefur varaborgarstjóri Moskvu verið settur í hans hans stað.

Rússneska stjórnarskráin gerir ráð fyrir því að forsetinn geti rekið borgarstjóra Moskvu og aðra héraðshöfðingja og skipað aðra í stað þeirra, án þess að kosningar þurfi að koma til. Luzkov hefur síðustu vikur þurft að sitja undir gríðarlegri gagnrýni frá ríkisreknu sjónvarpsstöðvunum að sögn BBC og hefur hann meðal annars verið sakaður um spillingu og um að bera ábyrgð á umferðarvanda borgarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×