Erlent

Dæmdir til dauða fyrir barnasölu

MYND/AP

Tveir menn hafa verið dæmdir til dauða í austur Kína en þeir eru sakaður um að hafa rænt og síðan selt um 40 ungabörn. Börnin, sem öll eru drengir, eru frá héruðunum Sichuan og Yunnan og þeir voru flestir seldir til Fujian héraðs þar sem fólk borgar allt að 700 þúsund krónum fyrir dreng.

Í Kína mega hjón aðeins eiga eitt eða mögulega tvö börn og í dreifðari byggðum landsins eru drengir mun eftirsóttari en stúlkur og er fóstrum stúlkna oft eytt. Á sumum svæðum fæðast um 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur, en í iðnríkjum eru tölurnar um 1007 drengir á móti 100 stúlkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×