Erlent

Vafasamir brandarar bannaðir

Óli Tynes skrifar
Þetta getur kostað sekt.
Þetta getur kostað sekt.

Ný jafnréttislög voru samþykkt í tíð síðustu ríkisstjórnar Bretlands sem miða að því að rétta hlut kvenna og fatlaðra á vinnustöðum. Það þykir flestum hið besta mál.

Nú hafa menn hinsvegar rekið augun í að hægt er að túlka lögin á þann hátt að hægt sé að fara í mál við vinnuveitendur og fá frá þeim skaðabætur ef vafasamir brandarar heyrast á vinnustöðum. Jafnvel þótt vinnuveitendur segi þá ekki sjálfir.

Þetta á við um brandara sem tengjast fötlun, útliti, trúarbrögðum, uppruna, litarhætti og þar frameftir götunum.

Hafið þið heyrt um........nei annars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×