Erlent

Nígería fagnar sjálfstæði í hálfa öld

Goodluck Jonathan, forseti Nígeríu.
Goodluck Jonathan, forseti Nígeríu.

Íbúar Nígeríu fagna því í dag að fimmtíu ár eru liðin frá því landið fékk sjálfstæði frá Bretum. Fagnaðarlætin eru þó hófstillt enda ástandið í landinu er ekki upp á það besta.

Nígería er fjölmennasta ríki Afríku og einn stærsti olíuframleiðandi heimsins. Þrátt fyrir það lifir stór hluti þjóðarinnar undir fátæktarmörkum. Þrátt fyrir þetta hefur mikil hátíð verið skipulögð í höfuðborginni þar sem flugher landsins sýnir listir sínar og forsetinn Goodluck Jonathan ávarpar þjóð sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×