Erlent

Tony Curtis er látinn

Bandaríski leikarinn Tony Curtis er látinn, 85 ára að aldri. Hann lék í rúmlega 100 bíómyndum á ferlinum og í fjölda sjónvarpsþátta. Hann var meðal annars tilnefndur til óskarsverðlauna árið 1958 fyrir hlutverk í The Defiant Ones þar sem hann lék fanga á flótta með Sidney Poiter. Þekktasta rulla Curtis er þó án efa í Some Like it Hot þar sem hann var í aðalhlutverki ásamt Jack Lemon og Marylin Monroe.

Curtis kvæntist sex sinnum á lífsleiðinni, fyrst leikkonunni Janet Leigh en með henni eignaðist hann Jamie Lee Curtis sem einnig hefur getið sér gott orð á hvíta tjaldinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×