Erlent

Kínversk lest setur hraðamet

Óli Tynes skrifar

Kínverjar hafa skýrt frá því að ný hraðlest þeirra hafi sett hraðamet í tilraunaakstri í gærdag. Lestin á að vera í ferðum á milli borganna Shanghai og Hangzhou og venjulegur hraði hennar verður 350 kílómetrar á klukkustund.

Í tilraunaakstri milli borganna í gær sýndi hún hinsvegar að hún getur gott betur ef á þarf að halda. Hámarkshraði hennar var 416.6 kílómetrar. Lestin á að hefja áætlunarferðir milli borganna undir lok október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×