Erlent

Hópárás á nautaleikvangi fór illa

Óli Tynes skrifar
Frá „corraleja.“ Nautin unnu.
Frá „corraleja.“ Nautin unnu.

Þrír menn létu lífið og yfir þrjátíu særðust þegar drukknir áhorfendur ruddust inn á nautaleikvang í Kólumbíu í gær.

Nautaatið stóð sem hæst þegar áhorfendurnir stukku inn á völlinn og fóru sjálfir að leika nautabana. Þetta var sérstök hátíð kölluð „corraleja" þar sem mörg naut og margir nautabana voru inni á leikvanginum.

Þetta reyndist stutt gaman hjá áhorfendum. Nautin ráku þá á hol hvern af öðrum. Þrír dóu á staðnum og þrjátíu voru fluttir á sjúkrahús, sumir alvarlega særðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×