Erlent

Ný Baader-Meinhof réttarhöld

Óli Tynes skrifar
Verena Becker er nú 58 ára.
Verena Becker er nú 58 ára.

Fyrrverandi liðskona Baader-Meinhof samtakanna í Þýskalandi er á leið fyrir rétt vegna morðs á saksóknara og tveim lífvörðum hans árið 1977. Verena Becker er nú 58 ára gömul.

Hún var á sínum tíma dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir þáttöku í ódæðisverkum Baader-Meinhof sem myrtu yfir þrjátíu manns meðan þau voru við lýði. Þau voru formlega leyst upp fyrir meira en tíu árum en höfðu þá ekkert hafi sig í frammi í áratugi.

Verena Becker var náðuð og sleppt úr haldi árið 1989. Hún var handtekin aftur á síðasta ári þegar lögreglan fann lífssýni hennar á bréfi sem Baader-Meinhof gengið skrifaði á sínum tíma til að lýsa á hendur sér morðinu á Siegfried Buback saksóknara og tveim lífvörðum hans.

Þeir voru skotnir til bana þegar bifreið þeirra stoppaði á rauðu ljósi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×