Erlent

Kveiktu í 27 olíuflutningabílum

MYND/AP

Óþekktir skæruliðar í Suður Pakistan réðust í morgun á lest olíuflutningabíla sem fluttu eldsneyti fyrir fjölþjóðalið NATO í Afganistan. Að minnsta kosti 27 tankbílar eyðilögðust í árásinni en hún er gerð einum degi eftir að hermenn NATO felldu þrjá pakistanska hermenn fyrir mistök.

Pakistönsk yfirvöld stöðvuðu í kjölfarið alla flutninga um landamærin. Tankbílunum hafði verið lagt við umferðarmiðstöð og skutu árásarmennirnir af byssum sínum til að fæla ökumennina í burtu áður en þeir kveiktu í trukkunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×