Erlent

Fjölskyldur námamanna fara í mál

MYND/AP
Fjöskyldur námumanna 33 sem enn eru fastir neðanjarðar í Chile undirbúa nú lögsókn gegn stjórnvöldum í landinu og eigendurm námunnar. Viðamikil björgunaraðgerð stendur nú yfir til þess að ná mönnunum upp á yfirborðið en fjölskyldurnar hafa samt sem áður höfðað mál og krefjast milljóna punda í skaðabætur. Fjölskyldurnar eru ósáttar við að náman skuli hafa verið opnuð á ný aðeins ári eftir að banaslys varð þar, og þrátt fyrir að öryggi hafi ekkert verið bætt í námunni, að þeirra sögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×