Erlent

Rappari í felum vegna í forsetaframboðs

Wclef Jean hefur gefið það út að hann hafi áhuga á að bjóða sig fram til forseta Haíti.
Wclef Jean hefur gefið það út að hann hafi áhuga á að bjóða sig fram til forseta Haíti. Mynd/AFP
Tónlistarmaðurinn Wyclef Jean sem ættaður er frá Haíti er í felum en hann segist hafa fengið morðhótanir undanfarna daga og vikur vegna framboðs síns til forsetaembættis Haíti. Haft er eftir Jean að hann hafi fengið margar símhringingar þar á meðal eina þar sem honum var sagt að koma sér burt frá Haíti.

Fyrirhugað forsetaframboð hans hefur valdið nokkrum titringi á eyjunni en ekki er víst hvort að Jean megi bjóða sig til forsetaembættisins þar sem hann hefur verið búsettur í Bandaríkjunum síðustu fimm ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×