Erlent

Mun aldrei gleyma eyðileggingunni

„Ég mun aldrei gleyma eyðileggingunni og þeirri þjáningu sem ég hef orðið vitni að í dag," sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, við fréttamenn eftir að hafa farið um flóðasvæðin í Pakistan í dag. Hrikaleg flóð hafa valdið gríðarlegu tjóni í landinu undanfarna daga. Yfirvöld í Pakistan telja að 20 milljónir íbúa hafi misst heimili sín.

Ban Ki-moon segist aldrei hafa séð aðrar eins hörmungar. Eyðileggingin væri mun meiri en hann hefði gert sér í hugarlund. Sameinuðu þjóðirnar hafa þegar lofað 460 milljónum dollara til hjálparstarfs á svæðinu. Ljóst þykir að mun meiri fé þarf til að aðstoða íbúa landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×